Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 44

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 44
292 Hinn almenni kirkjufundur. Kirkjuritið. ekki haggast. Fyrst og fremst er ég ekki til þess fær. Og þó svo væri leyfði tíniinn það ekki að þessu sinni. Ilinsvegar get ég á skömmum tínia brugðið upp fyrir yður augnabliksmynd, sem þó varpar skýru ljósi og skiljanlegu yfir þessi mál. Yfir þær ógöngur, sem vér finnum, að mannkynið telur sig komið í, og getur ekki unað við, með hliðsjón af insta kjarna lífsins. Myndin er þessi: Hin gífurlegasta tækniþekking, og sú bylting, sem hún hefir skapað á síðustu áratugum, hefir snúist að ofmiklu leyti i hönd- um mannanna, til böls þeim, en ekki blessunar. Má og frekast rekja liangað fráhvarf yfirstandandi tíma frá kristinni lifsskoð- un, jieirri lífsskoðun einni, sem frekar en nokkuð annað mótar manninn og hefur hann upp yfir dýrin. Vér sjáum þess víða merki, að maðurinn hefir ofmetnast af öllu hugviti sínu og framförum. Hann hefir í raun og veru sagt hinum huldu rökum tilverunnar stríð á hendur, sagt sig úr lög- um við Guð sinn. Hann jiykist ekkert hafa þangað lengur að sækja, því að nú þegar sé opin alsælu Paradís mannsandans, í lif- anda lífi, þar sem „jörð sé undir fótum“. Þessi mynd er ekki gripin úr lausu lofti, því að jafp- vel heilt þjóðfélag byggir nú skipulag sitt og framtíð alla á þeim meginstoðum, að fyrst og fremst beri að þurka út kristna trú og tífsskoðun. Enda er frá hennar sjónarmiði ekkert erfiði ofmikið, og engin ráð of dýr, til þess að slíkt iriegi takast. Með tilliti til þess, sem hér hefir sagt verið, og hins, að hér hjá oss hefir opinber nefnd komið með tillögur, setn hljóta að draga mjög úr áhrifavaldi og starfskröftum kirkju og kristin- dóms, getum vér væntanlega öll, sem hér erú saman komin, verið sammála um, að einmitt nú sé liess venju fremur þörf, að allir hugsandi menn standi saman um samtök og samvinnu í þessa átt. Þegar vér svo hinsvegar konium að annari spurningunni: A hvern hátt takast megi að skapa slík samtök, og viðhalda slíkri samvinnu, þá er hættara við, að skoðanirnar fari að verða skift- ar. En þegar alvarleg mál eru til úrlausnar, ber öllum góðum mönnum að ieggja til grundvallar aðeins það, sem málefninu einu og framtíð þess er fvrir beztu, að vandlega íhuguðu máli, en deila ekki um' forms- eða aukaatriði. Þegar vér nú komum hér saman fulitrúar af öllu landinu á almennan kirkjufund, á viðsjárverðum og alvarlegum tímum, þá búist þér vitanleg'a við því, að fundur slíkur sem þessi geti gert mikið gagn. Jafnvel með þv'í einu að samþykkja einbeittar álykt- aiiir Lim ástand og horfur. Vér höldum stundum, að með slík-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.