Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 47

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 47
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufnndnr. 295 menn eða hvorttveggja, að presturinn getur ekki einu sinni lagt eins mikla rækt við þetta starf eins og hann gerði áður, meðan hann var studdur af þeim mörgu aðfljum, sem ég hefi hér litil- lega bent á og allir miðaldra kannast vel við. Það er því ljóst, að þessi þáttur kristilegs uppeldis hefir mikið látið á sjá á síð- ustu ártugum með þjóð vorri. ' Kirkjan getur ekki og má ekki vanrækja hina ungu. Ég 'hefi heyrt sagt, að kaþólska kirkjan haldi því fram, að ef ekki verði náð til barnanna með kristileg áhrif á aldrinum frá 7—10 ára, þá séu þau henni töpuð. Oft fyrir fult og alt. Ég hygg, að ís- ienzka kirkjan hafi of lítið gert fyrir þá meginhugsjón, að hún eigi framar öllu að vera samfélag til eflingar kristilegum áhrif- um. Mér finst, að íslenzkir 'préstar hafi of lítið gert til þess að glæða þennan anda samfélagsins hjá söfnuðum sínum. Og þegar til heildarinnar tekur, hefir enn litið verið gert í þessa átt. Vafalaust má því einmitt til þessa rekja þá hugsun, sem virð- ist orðin allrótgróin méð þjóðinni: Að prestarnir séu kirkjan. Og meðan þeir ræki sín sérstöku embættisverk sæmilega, þá sé þar með lokið öllum kröfum á hendur þeim i þjónustu kirkj- unnar. Það þarf að skapa hér nýtt almenningsálit, reist á safn- aðarmeðvitund og samfélagshugsjón kirkjunnar, sem borin verði uppi af starfsmönnum hennar, þréstunum, með aðstoð sem allra flestra hugsandi karla og kvenna. Kirkjan þarf þess nú mjög að vera vakandi fyrir þeirri köllun sinni, að beina mönnunum með lífsafli kristindómsins út úr öngþveiti yfirstandandi tíma. Kirkjan þarf að vera máttugt afl í þjóðlífinu, sem ekki verði komist hjá að taká lillit til. Nú er þessu í rauninni alt á annan veg farið. Þjóðkirkjan er ambátt, sem sjálfsagt þykir að þoki fyrir hverskonar andblæ ríkjandi tiðaranda. Hinn þjóðfé- lagslegi verndarvættur hennar gerir ekkert til að vernda hag hennar, gerir henni jafnvel margvislega óhægt um að rækja köllun sína. Þegar svo er komið ytra, er þess skamt að bíða, að einnig hinu innra lífi þessarar stofnunar geti verið hætta búin. Og það er einmitt svo komið, fyrir deyfð og kæruleysi almenn- ings um hag hennar. Hugsandi menn geta þvi ekki lengur skotið sér undan því, að gera sér grein fyrir ástandinu eins og það er — alveg eins og það er. Þeir verða að hjálpa til þess að vinna kirkjunni á ný virðulegan og varanlegan sess í lífi og starfi þjóðarinnar, breið- andi út blessun, þar sem hún getur náð til. Þér munuð nú segja: Hvar eru ráðin, sem duga? Mér er ijóst, að það gerist ekki með báli og brandi. Ekki heldur með stórum orðum og miklum bægslagangi. Það gerist fyrst og

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.