Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 48
Hinn almcinni kirkjufundur.
Kirkjuritið.
2S)(i
fremst fyrir saniúð og skilning sem allra flestra á kirkjunnar
háleitu köllun. AS því loknu byggist það um fram alt á lifi og
starfi þess fjölda fólks, sem finnur og skilur, að „kirkjan er oss
kristnum móðir“. En það verður ekki hjá því komist, að gera
fyrstu og mestu kröfurnar til þ'eirra manna, senr gcrt hafa þáð
að lífsstarfi sinu að vinna fyrir kirkju Krists. Þaðan þarf eldur-
inn að konm, samúð og skilningur, líf og stárf, sem me.ð varan-
legum áhrifum vekji fjölda fölks um land alt til órjúfandi sam-
taka og samvinnu um kristileg og kirkjuleg inál. Þegar slik sám-
tök og samvinna væri hafin, stafaði kirkjunni ekki lengur nein
hætta af dægurflugum eða dutlungum nokkurra manna, sem
jafnvel nú treysta sér að gera stórvægilegar Breytingar á skipun
þessara mála, án þe’ss að spyrja þjóðina að. Það hefir því sjald-
an verið meiri þörf á því eil nú, að prestarnir væru hæfileika-
menn, með óbifanléga trú á sinu mikilvæga starfi, sífelt vak-
andi og vinnandi fyrir málefni’ kirkjunnar. En þeir vérðá að
géra þær kröfur, og éiga skilyrðslaust þær kröfilr á hendur
hugsandi fólki i landinu, að þeir séu ekki látnir standa einir
og yfirgefnir i starfinu, svo sem fólkið væri kirkjunni óvið-
komandi.
Kenn þeim ungú þánn veg, sem þeir eiga að ganga. — En á
hvern hátt er þetta nú lhögulegt? Eins ög ég hefi áður bent á,
var til skamins tíma mikið' gert fyrir það, sem kallað er kristi-
legt uppeldi æskulýðsins í þessu landi: Á heimilurium, í æðri
og lægri skólum, að viðbættu starfi prestsins, sem naút sín þá að
mörgu leyti betur en nú.
Þegar svo er komíð, að stoðir undir þessari starfseini eru
að nieiru eða ininna leyti farnar að bíla, og ef til vill viða
aðeins eftir sá þátturinn, sem présturinn getur í té Iátið við
fernúngárundirbúninginn, þá má það ljóst vera, að einmitt við
þennan þátlinn þárf að leggja sérstaka rækt, miklu meiri en
nokkru sinni fyr — og margfált meiri en sumir prestar leggja nú
við þetta mikilvæga starf.
Eg efast um, að kirkjunnar menn hafi gert sér þess nógu
glögga grein, hve mikið starfsemi kirkjunnar og prestanna get-
ur unnið, eða hinsvegar tapað á þvi, hvort þetta starf, ferm-
ingarundirbúningur, er vel eða illá rækt. Ég veit til jiess, áð
þrestur, sem annars fékk ekkert orð fyrir prestlega hæfileika,
var fyrir það eitt talinn ágætur, ómissandi prestur, að hann var
mikill fyrirmyndar barnafræðari, og lagði alla sál sína í þetta
starf. Það bar þannig hundraðfaldan ávöxt i almenningsáliti
fólksins á starfi prests og kirkju. Og það er mörgum vitanlegt,
að það hefir bjargað manni og mey frá ándlegu kali í hretviðr-