Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 54

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 54
302 Hinn almenni kirkjufundur. KirkjuritiÖ. ölclnum að verja tómstundum sinum sér og öðrum til blessun- ar. Það vill safnaðavfrœfislan leitast viö aö gera. ÞaÖ skoðar hún hlutverk sitt. Eins og fyrirkomulag safnaðarfræðslunnar er frjálst, eins eru fræðsiu-- eða námsefnin l>að einnig. Þó verður jáfnan að leggja stund á kirkjusögu og biblhileg fræði (kristin fræði). Setjum svo, að til safnaðarfræðslunnar yrði varið 2 stundum annanhvern sunnudag á einhverjum stað. Fyrri stundina mætti þá nota tii kirkjusögufræðslu og biblíuskýringa til skiflis, og ætti þá al- menningur kost á að njóta. Síðari stundina hefðu lesflokkarnir, ef til væru, til sinna umráða. Sérefni flokkanna gætu verið mörg, t. d. tungumál, bókmentir, heilsufræði, skapgerðarfræði, sið- fræði o. s. frv., cn þátttaka í hinni kirkjulegu fræðslu yrði að skoðast sjálfsögð, hvað sem öðru liði. Sérefnunum er sjálfsagt ;tð haga eftir kringumstæðum, ef aldrei er mist hugsjónar á að- altilganginum. En sé frá honum hvikað, þá er fræðslan elcki lengur það, sem hún á að vera — ekki lengur safnaðarfrœösla. En nú rís sennilega sú spurning í hug áheijrenda, hvort fræðsla, eins og sú, er hér er Igst, sé eigi óþörf hér hjá oss, þar sem fult er af allskonar skólum og kirkjum. Spurningar i þessa átt eru eðlilegar og réttmætar. Vil ég því leitast við að veita þeim andsvar í stuttu máli. Það er bjargföst skoðun mín, að tímanleg og andieg velferð þjóðarinnar sé undir þvi komin, að vort „gróandi þjóðlíf" nái þroska á guösrikisbraut. Ég hika ekki að segja, að sú hugsjón þurfi að sigra, hvað sem öðru iiður, og gagnsýra alt — þurfj að koma af stað voldugri þjóðlífshreyfingu. Ég heyri að visii of.t um annað talaö, en það breytir elcki máli. Þetta er jafnsatt fyr- ir þvi, enda mun, þvi miður, ekki æfinlega mest um þaö talaö, scm réltast er og mestu góðu má koma til vegar. Að sk'ólar og kirkja þjóðarinnar vilji vinna að sigri þeirrar hugsjónar, að hið gróandi, íslenzka þjóðlíf þroskist á guðsríkis- braut — um það efast ég eigi, og þvi segi ég: Guði sé iof fyrir skólana. Guði sé lof fyrir kirkjuna. Guði sé lof fyrir hina kristi- iegu starfsemi meðal vor. En í fullu bróðerni má spyrja, þrátt fyrir alt: Höfum vér nógu marga og nógu góða skóla? Er þeim æskilega vel fyrir komið? Svarar arðurinn til fyrirhafnarinnar o. s. frv. ? Að sínu leyti má einnig spyrja um hina kirkjulegu og kristilegu starfsemi: Er hún nægilega lífræn, nægilega víðtælc, nægilega áhrifarík? Er þar einskis að sakna? Er guðsorð boðað hvarvetna: ÍJti á hafi, uppi á heiðum, inst i kór, á reginleiðum?

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.