Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 58

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 58
306 Hinn almenni kirkjufundur. Kirkjuritiö. ist eindregið á móti henni, en vísasl er trú yðar á gilcli hennar mismunandi sterk, og eins mimiið þér misjafnlega trnuð á fram- kvœmdamöguleikana. Ég gæti t. d. vel hugsað mér, aS prest- arnir myndu eitthvaS. vilja segja í þvi sambandi, t. d.: „Ég treysti mér ekki til þess“. „Hefi ekki tíma“. „Hefi ekki lært til þess“. „Hefi ekki trú á því!“ „Held, aS fólkiS kæri sig ekkert um þetta“ o. s. frv. Sjálfsagt er sitt hvaS hæft í sumu af þessu, t. d. afsökuninni vegna tímaskorts. En kæru prestar. Má ég ekki bróðurlegast — ég vona, aS þér misvirSiS ekki eSa teljiS mér til óhæversku, aS ég nota þetta orS; þaS er frá minni hálfu yfirlýsing um þaS, aS ég vil mega teljast ySar einlœgur bróðir í blíðu og stríðu — má ég ekki bróSurlegast benda ySur á, aS yfirlýsing um van- traust á sjálfum sér og vankunnáttu stySst viS of veik rök til þess aS verSa tekin gild. Ef þér takist þetta fræSslustarf á hendr ur á annaS horS, þá veit ég, að þér gerið það í Jesú nafni, og hans nafn hefir aldrei getaS reynzt ySur annaS en styrkur í vanmætti og eigin veikleik, þori ég aS segja. Eins er meS „van- kunnáttuna“. Henni má eySa, t. d. meS lestri góSra bóka um máliS, en þær eru nokkrar til, ekki sízt á sænskri tungu, og ei’ auSvelt aS afla sér þeirra. Annars er varla aS tala um „kunnáttu“ og „vankunnáttu" í þessu sambandi, því aS hér er um hreyf- ingu aS ræSa, sem er í sköpun. AS „fólkiS vilji ekki líta viS þessu“, er óreynt enn. Má þó vel vera, aS svo reynist, þótt mér þyki þaS ótrúlegt. Þó skal játaS, aS oft virSist sem almenning- ur flýji áreynsluna — vilji a. m. k. ekkert á sig leggja til aS afla sér þekkingar eSa leikni á eigin hönd. Vilji heldur kaupa þekkinguna dýrum' dómum í skólum, en afla sér hennar meS sjálfsnámi í t'ómstundum, þótt vel mætti þaS, og yrSi engu ófar- sælla. Skyldi þétta vera svo í raun og veru? Ætli þjóSin sé svona óliágsýn? Ætli hún sé búin aS fá oftrú á skólum en ótrú á sjálfsnámi og allri sjálfshjálp yfirleitt? Getur hún i raun og' sannleika ekki felt sig viS annaS en leik og læti í tómstund- um sínuin? Væri ekki rétt aS ganga úr skugga utii þetta? Getur ekki veriS, aS kæruleysi og bölskygni 'eftil'sfriðstímáhs hverfi oss sýn? Gefum þjóSinni tækifæri til áð dæina sig sjálf. Gerum henni sem víSast kost á hinni frjálsú ihenningarviSleitni heima í söfnuSunum. Taki hún lienni þakksamlega og notfæri sér tæki- færiS, þá fellir hún dóm sér í vil. Vilji hún hinsvegar ekki lita viS henni T— sjái hún sér ekki hag i því aS nota tómstund- irnar sér til þroska og gagns, í staS ómenningar og andstygSar — þá miskunni oss góSur GuS. Eigi skulum vér láta neinar hrakspár hræSa oss frá starfi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.