Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 71

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 71
Kirkjuritið. Kristur og þjóðlifið. 319 honum þjáningarnar, unz hann hneigir höfuðið og gef- ur upp andann. Þær eru við greftrun Iians og vilja í anda „hans höfuð hnigið við hjarta leggja sitt“. Þær koma með ilmjurtir út að gröf lians á sunnudagsmorgun og heyra fyrstar upprisuboðskapinn. Þær eru eins og himinljós í myrkrinu yfir öllu landinu. Sá flokkur er Jesú trúr all til dauða hans. Hann bregður ljóma yfir innför hans til Jerúsalem. Þó eru þær of fáar og of veikar til þess að forða þjóð sinni frá liruni. Samúð þeirra og' skilningur er Jesú að vísu eins og blíður svalandi hlær, en hrygð er lionum ríkusl í huga þessa stund. Meðan verið er að hylla hann, gefur honum spámannssýn og hann sér fyrir örlög þjóð- ar sinnar. Sólskinið er alt í einu slokknað á musterisþakinu og allri borginni brugðið. Hún er umsetin af óvinaliði og hervirki reist að lienni hér og hvar. Fólkið í henni er fölt, skortur og kvíði hafa rist andlitsdrættina. Hann horfir á starandi augun. Hann sér borgina hrynja í rústir yfir hlóðug lík, alstaðar auðn og dauði. Augun fyllast tárum og hann mælir til borgarinnar: „Ef einnig þú hefðir á þessum degi vitað, hvað til frið- ar hej'rir, en nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagar munu koma yfir þig, að óvinir þínir munu gera hervirki um þig og setjast um þig og þröngva þér á alla vegu, og þeir munu leggja þig að velli og börn þín, sem í þér eru, og ekki skilja eftir stein yfir steini í þér, vegna þess að þú þektir ekki þinn vitjunartíma“. Þannig var afstaða þjóðlífsins til Krists Gj'ðinga- landi fyrir 19 öldum. Hvernig er hún hér á landi nú á dögum? Getur þessi mynd af þjóðlífi Gj'ðinga varpað nokkuru ljósi yfir hann þrátt fyrir aldirnar í milli og þjóðamismuninn? Já, vissulega. Margt er líkt og skyldleika má víða finna. Hér í þjóðlifinu eru öfl andstæð Kristi og kenningu

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.