Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 78

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 78
KirkjuritiS. SÉRA SIOURÐUR ÞÓRÐARSON FRÁ VALLANESI. Við lát hans 10. f. m. átti prestastéttin áhuga- miklum og góðum starfs- bróður á bak að sjá. Var þegar áður stórt skarð höggvið í hóp austfirskra presta, er hann gat ekki lengur fyrir vanheilsu sakir þjónað embætti sínu í Vallanespresta- kalli. Séra Sigurður varð að- eins 36 ára gamall. Hann var fæddur 29. maí 1899, að Kolbeinsskeiði i Selár- dal við Arnarfjörð. f fyrstu bernsku misti hann föður sinn og ólst upp við heldur þröngan efnahag. Hann var bráðgjör mjög, fjöl- hæfur og kappsamur og dugmikill, svo að haft var að ágætum. Barnungur að kalla varð hann formaður á bát móður sinnar. Og fyrir innan fermingu tók hann að kenna öðrum bókleg fræði. Hann kostaði sjálfur nám sitt í æðri skólunum og sóttist það vel, varð stúdent 1920 og kandídat í guðfræði vorið 1924. Sama sumar vígðist hann aðstoðarprestur séra Magnúsar Jónssonar i Valla- nesi. Árið eftir fékk liann veitingu fyrir prestakallinu, og sameinaðist þá frikirkjusöfnuðurinn í prestakallinu þjóðkirkjusöfnuðinum. Bar það ljóst vitni um þær vin-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.