Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1937, Qupperneq 37

Kirkjuritið - 01.01.1937, Qupperneq 37
KirkjuritiÖ. Frá Lundarprestum á 19. öld. 31 siðari hluta aldarinnar kom þar líka til sögunnar mjög aberandi maður. Það var Árni Sveinbjarnarson hrepps- stjóri á Oddsstöðum. Hann var atgjörvismaður á marga luud, hraustmenni, hestamaður, ástagjarn og ölkær. Var nonum fjærri skapi að lúta í lægra haldi, hver sem í blul átti, enda var honum sigur vís, þar sem handalög- m&l átti úrskurðarvald. — Drengskap og mannúð átli bann líka í fari sínu. Þessara manna varð ég að geta l)ví til sönnunar, að Lundarprestar höfðu ekkert ein- veldi í sóknum sínum á 19. öld, hvorki seint né snemma. brá 1790 til 1902, eða m. ö. o. 112 ár, eru tíu prestar á I-undi og sækja níu þeirra burt þaðan. Var bújörðin þó ugæt. Vil ég nafngreina þá alla og láta fylgja nokkurar skýringar um þá flesta. Verða þær því miður nokkuð í uiolum. Tel ég þá eftir röð og byrja ofan frá. Enyilbert Jónsson fekk brauðið 1790 og var á Lundi i “ö ár. Flutti hann að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1815. Uni séra Engilbert hefi ég fáar sagnar, er ég þori að berma, en um hann kann ég tvær skemtilegar þjóðsögur, sem benda til þess, að hann hafi verið smár vexti og drykkfeldur í meira lagi. Þórður Jónsson kom að Lundi við burtför séra Engil- berts 1815. Hann lifði þar i 18 ár. Hann mun nú fvrir löngu gleymdur öllum núlifandi mönnum. Aðeins nokk- ln'ar sagnir, sem ég kann, hafa geymst um hann, en ekki kori ég að fulltreysta þeim og verða þær því ekki skráð- ar hér. — Móðir mín sá hann og heyrði hann eitt sinn uiessa, þegar hún var á bernskuskeiði. Var henni það unnnistætt úr ræðu hans, er hann var að áminna áheyr- endur sina um sáttfýsi og bræðraþel, þó tók hann það fram, að til svo mikils gæti liann ekki ætlast af niokk- urum manni, að hann elskaði óvini sína. Hann sagðisl Segja fyrir sig, að það gæti hann ómögulega. Þessi hrein- skilnislega játning þótti ekki kristileg og vakti hún um- lub En að likum hefir hann ekki átt nokkurn óvin, því að hann var glaður og reifur friðsemdarmaður.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.