Kirkjuritið - 01.10.1939, Side 7

Kirkjuritið - 01.10.1939, Side 7
Kirkjuritið. Stríðstímar. 293 framtak og atorku, dug og drengskap og verum fúsir til að létta byrðar þeirra, sem búa við kröppust kjör, svo að engum verði lífsbaráttan um megn. Höfum fagnaðar- erindi Krists, í einfaldri og upphaflegri mynd sinni, að leið- arljósi og lífsreglu í öllum greinum. Leitumst af alhug við að breyta eftir boðum hans og gjöra þannig Guðs vilja. Að vísu mun oss bresta oft þróttinn til þess. En eitt getum vér öll með Guðs lijálp: Gefist Kristi á vald af öllu bjarta undandráttarlaust og beðið liann að leiða oss og kenna oss og reisa oss við hvert sinn sem vér föllum. Þá mun íslenzka þjóðin koma meiri og betri þjóð úr eldraunum striðstímanna. Þá mun bún ekki aðeins eign- ast skáld og sjáendur, sem kveða svo um frið á jörðu, að lieimsveldin blýði á, heldur ínun hún öll verða Guðs þjóð og boða með dæmi sínu af miklum þrótti fagnaðarmál far- sældar og bræðralags, öðrum þjóðum til hvatningar og leiðsagnar í nafni Jesú Krists. Á. G.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.