Kirkjuritið - 01.10.1939, Síða 15

Kirkjuritið - 01.10.1939, Síða 15
KirkjuritiS. Vald — þjónusta. 301 að fá gert alla menn vitra og góða. Hvern volaðan vesaling, hvern heimskan sjálfbirging, hvern miskunnarlausan niannníðing skalt þú elska eins og sjálfa þig. Allar þínar hugsanir skulu vera hugsaðar fyrir aðra menn. Þú skalt gefa þeim alt, sem þú átt, auðæfi þín, föt þín, mat þinn, sálarfrið þinn.“ „Fæ ég þá lika að njóta ástríkis annara manna?“ spurði sálin. „Nei,“ sagði drottinn .... „Því heitar sem þú elskar mennina, því sannfærðari verða þeir um, að þú sért ann- aðhvort fantur eða flón. Þeir rægja þig þá og svívirða á allar lundir, sjá ofsjónum yfir hverri spjör, sem þú hylur nieð nekt jiína, hverju lilýlegu orði, sem mönnum verður af vangá að segja um þig, hverju ánægjubrosi, sem um var- h' þinar kann að leika. Ivrossfesti þeir þig ekki, þá er það af því, að þeir hafa ekki manndáð i sér til þess. — En all þetta skaltu geta horið hugrökk og með ljúfu geði, af því að þú elskar mennina“. En sálin verður óttaslegin, og hún færist undan að þiggja þessa sjaldgæfu gjöf, sem drottinn segisl gefa engum öðr- Uln- Þá býður hann henni síðasta boðið, og segir: „Ég get þér vuld yfir mönnunum. Hvort sem orð þín eru vit eða hvit, skulu þau liafa i sér fólginn undralogann, sem kveikir ' hugum mannanna. Hvert sem þú vilt með þá íara, skaltu komast það. Þeir skulu falla fram á ásjónir sínar fyrir þér ■ • • • í duftinu skulu þeir engjast sundur og saman frammi fyrir þér. Þegar þú lætur lemja þá fastast, skulu þeir kyssa SVlPUr þínar með mestu áfergju. Heitasta þrá ungmenn- auUa skal vera sú, að vera með þér, hvort sem þú ert að gera gotl eða ilt. Og mæðurnar, sem vilja koma sonum rinum áfram í veröldinni, skulu ekki eiga aðra ósk inni- u‘gri en þá, að þeir fái að njóta þinnar náðarsólar .... u skalt dýrðleg verða með mönnunum.“ ”ká Ueygði sálin sér fram fyrir liásæti drottins, skalf af ögnuði og þakklátssemi og hvarf aftur orðalaust til Ulannheima. — En drottinn andvarpaði og sagði: „Hún

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.