Kirkjuritið - 01.10.1939, Qupperneq 18
304
Árni Sigurðsson:
Október.
geði af því að þeir elskuðu mennina“, — og af því að þeir
elskuðu Guð og þektu og lutu hans vilja.
Já, það má sannarlega ekki vænta þess, að elskan upp-
skeri æfinlega laun sín í elsku frá mannanna hálfu hér á
jörð, né heldur í veraldlegri farsæld. En hin kristilega tign,
upphefð, mikilleikur, stendur í réttu lilutfalli við Krists-
kærleikann í hjartanu, en miðast aldrei við veraldargengi,
auð, mannvirðingar, lieiðursmerki né neitt slíkt, sem sótst
er eftir. Það minnir Matthías trúarskáld oss á í sínu ó-
gleymanlega og átakanlega kvæði um Hallgrím Pétui’sson
á banasænginni:
„Guðs manns líf er sjaldan happ né lirós,
heldur tár og blóðug þyrnirós“ —- — — og
„Oftast fyrst á þessum þyrnikrans
þekkir fólkið tign síns hezta manns“.
Vinir mínir! Eigum vér ekki að reyna, í vorum vanmætti,
að temja oss að liugsa líkt og Kristur, einnig um mikil-
leikann, metorðin, valdið og tignina? Hafa það hugfast
að tignarmark kristins manns er kærleikurinn, sem birtist
í lífi lians, Kristskærleikurinn, sem vér erum öll svo dauð-
ans ófullkomin i? Munum, að þennan kærleika getum vér
öll sýnt. Eins i hinum lágu stöðum, í hinum kyrláta verka-
hring, eins, já, jafnvel hvergi fremur en í hinni auðmjúku
þjónustu. Minnumst þess, er vér höldum, að fáir taki
eftir oss, eða meti starf vort. Hugsum um þetta, að þv*
betur sem óeigingjarni, fórnfúsi kærleikurinn nýtur sin '■
lífi voru til orða og verka, því meir vöxum vér í átt-
ina tiJ mikilleikans, sem Guð metur mest, í áttina til
dýrðarinnar í rilci Krists, sem eklci er af þessum heinn.
Vinur minn! Viljir þú verða mikill i riki Krists, þá hug-
leiddu þetta, sem í sálminum segir:
„Þótt ldutverlc vort oss virðist smátt,
samt veglegt starf það er,
að fylgja Kristi í trausti’ og trú,
sem tólc og þjónsmynd liér.