Kirkjuritið - 01.10.1939, Page 20
Öktóber.
Sextíu ára afmæli
Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg.
Hinn 30. október síðastliðinn var merkisdagur i sögu
íslenzkrar kristni vestan liafs, þvi að þá var liátíðlegl liald-
ið sextugsafmæli Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg;
en hann er höfuðsöfnuður „Hins Evangelisk-Lúterska
Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi“, langstærsti söfn-
uður í landi þar, og hafa bein og óbein áhrif frá honum
náð langt út fyrir takmörk lians. Veldur því bæði styrkur
safnaðarins að mannafla, útvarpsstarfsemi lians, og þa
eigi síður liitt, að þeir prestarnir tveir, sem þjónuðu hon-
um fram á síðasta ár, dr. Jón Bjarnason og dr. Björn B.
Jónsson, voru hinir mestu aðkvæðamenn, þó að ólíkn
væru um ýmislegt, og mörkuðu djúp spor í íslenzku
kirkjulífi vestan hafsins.
Sextíu ára afmælishátíð safnaðarins var liin veglegasta
og fór fram ineð mikilli prýði, enda hafði óvenjulega yel
verið vandað til undirbúnings bennar. IJófst sá undirbun-
ingur þegar uih veturinn 1938, undir forystu dr. Björns,
en hann féll að velli áður en náð var afmælis-áfanganum-
Samverkamenn séra Björns og hinn nýi prestur safnað-
arins, séra Valdimar J. Eylands, hófu þá upp merki hms
fallna foringja og unnu kappsamlega að því, að hátíða
haldið yrði sem mest í þeim anda, er hann hafði lagt
herzlu á, kristnum hugsjónum og kirkjulegu starfi til e
ingar. Mun eigi ofmælt, að það hafi ágætlega tekist.
Aðalminningarhátíðin var haldin sunnudaginn 30. okto
ber, eins og fyr greinir, og var afmælisins minst með sei
stökum bátiðaguðsþjónustum í kirkju safnaðarins ba'ði a