Kirkjuritið - 01.10.1939, Síða 25

Kirkjuritið - 01.10.1939, Síða 25
Kirkjurilið. Afmæli Fyrsta lúterska safnaðar. 311 dögum; með þeim hætti var jarðvegurinn undirbúinn til safnaðarmyndunar, og enn beinni aðdragandi að íslenzkri safnaðarmyndun í W.innipeg var það, að séra Jón Bjarna- son hélt þar uppi guðsþjónustum og vann prestsverk hjá íslendingum á árunum 1877—78. Flutti hann hina fyrstu guðsþjónustu lijá þeim 28. október 1877; en söfnuðurinn var stofnaður 11. ágúst 1878. Segir frá þeim viðburði í blaðinu „Framfara“ 19. október 1878: ),Hinn 11. ágúst myndaðist söfnuður í W.innipeg af ís- lendingum þeim, sem eru í flokki séra Jóns. Til fulltrúa voru kosnir: Jón Þórðarson, Arngrímur Jónsson og Andrea Fisher; til djákna: Arngrímur Jónsson, Helga S. Þorsteins- dóttir og Jóhanna Kr. Skaftadóttir; til skrifara: Jón Þórð- arson. — Andrea Fislier, Helga S. Þorsteinsdóttir og Jó- hanna Kr. Skaftadóttir lialda skóla á sunnudögum handa börnum í húsi Jóns Þórðarsonar. En á heimili Jóns Þórð- arsonar — hann var Eyfirðingur og eins Rósa Jónsdóttir k°na hans — söfnuðust menn saman til húslestra, áður en guðsþjónustur hófust meðal íslendinga í Winnipeg; 'ar heimili þeirra hjóna miðstöð andlegs lífs íslendinga a fyrstu frumhýlingsárum þeirra þar i borg. Söfnuðurinn iiét í fyrstu „Þrenningar-söfnuður“ og hélt því nafni fram til ársins 1884. í sambandi við stofn- 1111 hans er tvent, sem sérstaklega má draga athygli að, °g fórust dr. Birni B. Jónssyni svo orð um það i söguágripi sufnaðarins, er hann samdi í tilefni af 50 ára afmæli hans 1928 og prentað var i nóvember-liefti Sameininqarinnar l>að ár: „Eftirtektarvert er það, og einsdæmi mun það liafa 'ýrið í lúterskri kirkju á þeirri tíð, að konur eru kosnar onibætta í söfnuðinum, þegar á fyrsta fundi. Athygli Vekllr það og, að samfara stofnun safnaðarins er stofnaður sunnudagaskóli. Mun það vera fvrsti islenzkur sunnudaga- sk«li í heimi.“ a^la si°fnun safnaðarins og fram til vorsins 1880 þjón- sera Jón Bjarnason honum ásamt söfnuðum sínum í

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.