Kirkjuritið - 01.10.1939, Qupperneq 27
KirkjuritiS.
Afmæli Fyrsta lúterska safna'ðar.
313
en ræður fluttu við það
tækifæri séra Friðrik J. Berg-
mann og séra Björn B. Jóns-
son. 1 kirkju þessari liélt
söfnuðurinn guðsþjónustur
sinar og hafði þar aðra
kirkjulega starfsemi sína
fram til 1921, eða all-langt
fram á starfstið séra Björns.
En hann var kjörinn prest-
ur safnaðarins í fehrúar 1914
og hóf starf sitt í lians þágu
í júníbyrjun sama ár. Kom
hann að söfnuðinum mcð
mikla reynslu i kennimann-
legu starfi að baki, þvi að
hann hafði verið prestur íslenzku safnaðanna í Minne-
ota, Minnesota, í 20 ár. Eigi var það heldur hversdags-
tnanni lient, að setjast i sæti dr. Jóns Bjarnasonar, svo
að vel færi; en séra Björn var bæði gæddur miklum
kennimanns og leiðtoga liæfileikum og skipaði se.is
síns mikiíhæfa fyrirrennara með sæmd og röggsemi.
Liggja spor hans víða í þjóðlífi Islendinga vestan hafs,
þvi að hann lét sig skifta menningarmál þeirra al-
Jnent eigi síður en kirkjumálin. Hann átti því yfir lang-
an og margþættan starfsferil að lita, er hann andaðist 13.
mai 1938; hafði hann þá verið þjónandi prestur í nærfelt
45 ár og þjónað Fyrsta lúterska söfnuði í nærri aldarfjórð-
Ung. Er það laulcrétt, sem séra Kristinn K. Ólafsson, for-
seti Kirkjufélagsins, skrifaði um séra Björn látinn.
»Starfstíð hans nær yfir mikinn og merkan hluta sögJi
vorrar. Verður hún aldrei réttilega skráð nema þannig,
að dr. Björns verði þar til margs getið.“
^afnaðarlífið stóð einnig með blóma i tíð séra Björns,
þó að nokkurar breytingar yrðu eðlilega á því á svo löng-
11111 tima, heilum aldarfjórðungi, og hinum örlagaþyngsta