Kirkjuritið - 01.10.1939, Síða 38
324
M. G.: Hvaft á þjónninn að gera?
Október.
koma til drottins. Engin hvíld, heldur brennandi áhugi og
ákafi, sem öllu fórnar í starfinu fyrir drottin. Og drottinn
gefur anda sinn og leggur „eld í hjörtun og lieilaga glóð“.
Kristnu vinir! Verum brennandi i andanum, síauðug i
verki drottins. En gætum oss samt fyrir einni freistingu,
sem vill ásækja oss, er vér erum stödd í þjónustu drottins,
freistingu, sem því meir ásækir, eftir því sem ákafinn og
áhuginn vex. Þeirri freistingu að verða sjálf sár eða
reið, er vonhrigðin mæta oss, er mótspyrnan gegn hoð-
skapum eykst, er ofsóknir, illmæli og tortryggni verða á
vegi vorum. Gætum þess vel, að þjónninn í guðspjallinu
varð ekki reiður.
Það er föður vors, almáttugs húsbónda vors að verða
reiður vegna vantrúar og vanþakklætis mannanna. Það er
liann, sem sagði orðin óttalegu: „Enginn af þeim, sem
])oðnir voru, skal smakka kvöldmáltíð mína“. Þjónninn
gaf engan úrskurð; aðeins herrann sjálfur. Gætum oss
því, í droltins nafni, að dómfella engan, sem ekki vill
koma, sem ekki vill eiga samleið með oss.
Ef vér erum ekki nógu sterk í kærleika til j)ess að þola
móðganir og aðkall heimsins, þá er svo hætt við því, að
vér hrindum öðrum frá Guði i stað þess að kalla á menn
til hans.
Ó, Guð, gef oss þá náð, að vér stöndum aldrei í vegi fyrir
neinum þeim, er þiggja vill náðartilboð þitt.
En þó að ég hiðji Guð af hjarta að gefa oss það, að vér
aldrei með kulda eða dómum hrindum neinum frá að
koma, þá megum vér samt ekki þegja um alvöruna miklu:
„Enginn af þeim, sem boðnir vorn, skal smakka kvöld-
máltið mína“.
Það er skylda þjónsins að vara við hættunni, engu
síður en lýsa dýrðinni.
Gleymum því eigi, þótt nútímamenn vilji helzt aðeins um
dýrð heyra, en um enga hættu né alvöru.
Alvaran er mikil. Vörum við hættunni. Ekki með sakfell-
ingu og dómum, heldur með kærleiksfullri áminningu og