Kirkjuritið - 01.10.1939, Síða 41

Kirkjuritið - 01.10.1939, Síða 41
Kirkjuritið. Ólíkar kirkjur. 327 siðan. — Því miður veit maður ekkert um kirkju ])essa, nema mikil líkindi um mjög veglega kirkju. Hitt er víst, að löngu fyr (á 13. og 14. öld) var í Viðey mikil kirkja, með 3 ölturum og afar- miklu af allskonar kirkjumunum og verðmæti (Fbrs. III. 212, og I. 489). Síðari lýsingin hér á eftir, af vönduðu kirkjunni, er að vísu al- veg einsdæmi frá 18. öldinni, og órækur vottur um stórhug og for- göngu Skúla fógeta. En fyrri lýsingin er lík því, sem kom fram á mörgum kirkjum á 18. öld. Ekki aðeins hinum smæstu kirkjum og kotbýlunum, heldur líka á sjálfri „konungIegu“ kirkjunni á höfuðbólinu Bessastöðum. Kirkjan í Viðey 1753. Eftir ósk Skúla fógeta og fyrirskipun Magnúsar Gíslasonar amtmanns, skoðaði Guðmundur sýslumaður Runólfsson kirkjuna i Viðey, ásamt tveimur smiðum, 15. ágúst 1753. Þeir lýsa kyrkj- unni þannig i aðalatriðum, (stytt): Framkirkjan, 3 stafgólf. Alt að sunnanverðu, stafir, bitar og sperrur „fúið og fordjarfað“, og eru 2 styttur undir bitum innan við stafina. Lítið skárra að neðanverðu. Súðin að sunnan er 11 borða umför og „aldeilis grautfúin og víðast burt fallin, samt á- fellur. Stokksillan fyrir framan prédikunarstólinn er brotin og utar í gegn fúin. Allar þiljur þeim megin úr fallnar, nema fáeinar smáfjalir undir þverslá.... Standþilið upp i gegn mjög gisið og fúið, vindskeiðar brotnar á burt, undirstokkar gagnfordjarfaðir. Hurð og dyrastafir viðlíka, hurðarjárnin ryðbrunnin og lítt nýt, skráin biluð og lykilslaus. Þil og pílárar milli kórs og kirkju, gamalt og lítilfjörlegt....“ Kórinn. 2 stafgólf með 6 stólpum, öllum fúnum að utan og neðan. 3 bitar og sperrur fúnar. Það sem eftir er af súðinni hangir niður grautfúið. „Standþil á kórpalli gamalt, gisið og grautfúið að neðanverðu. Þiljur fúnar og farnar flestar. 2 gluggar með 6 rúðum hvor eru brotnir og 3 rúður alveg burt úr öðrum. Meiri hluti undirstokka er burtrotinn. Altarið er brotið, burt fallið að mestu og aldeilis ónýtt. Prédikunarstóll gamall, vesallegur, prest- inum örðugur og of þröngur, og þess vegna óbrúklegur". Veggir að utan og innan liggja við hruni, og þakið ónýtt. Ilúsið alt er sligað og gengið úr skorðum, „með óþægðar ofangöngu, og í einu orði að segja: Til heilagrar þjónustugjörðar í allan máta ósæmilegt og aldeilis óbrúkandi." I nýja kirkju jafnstóra álitum við að þurfi „28 bjálkatré, sem kallast 18 álningar. Item 260 furuborð. . . .“ Og að engin spýta af þessum gömlu viðum sé lil kirlcjubyggingar hæfileg.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.