Kirkjuritið - 01.10.1939, Side 46

Kirkjuritið - 01.10.1939, Side 46
332 Vigfús Guðmundsson: Október. niður. Og þetta hafi hann gert, án þess að spyrja sig um það. Reyndar hafði þetta þó eigi verið gert.') Og mei,ra að segja sé hann ekki vonlaus um það, að kirkjan fáist endurbygð að miklu fyrir konungsfé, eins og íbúðarhús landfógetans í Viðey. (Um það eru líka til miklar og merkilegar skýrslur). Þó að Skúli fógeti vilji sleppa að tala um ótviræðan rétt klaustursins í Viðey til þess að hafa kirkju þar, þá telur liann enn vera fulla þörf og gilda ástæðu fyrir hana. í Viðey séu 50 manns, sem vilji sækja kirkju, en ekki sé auðhlaupið eða öllum hent að sæta sjóleiði að Gufunesi eða Laugarnesi. Að lokum óskar Skúli eftir meðmælum biskups. 3. Biskup svarar bréfi þessu 13. sama mánaðar, og telur sér ekki fært að svara, nema málefnið „takist upp á þann rétta fót“, þ. e. komi frá sóknarpresti og prófasti, að líkindum. Skúla hefir sennilega þótt svar biskups heldur þunt, og látið þetta mál úr hömlu draga um sinin, að minsta kosti verður ekki hreyfingar vart fyr en löngu síðar. Koma þá enn fram fleiri bréf- 4. 1773. Árni Þórarinsson sóknarprestur svaraði Skúla 16. marz 1773. Þykir honum smákirkjurnar í prestakalli lians vera ó- þarflega margar (auk Rvíkur, í Nesi, Láuganesi og Viðey, og óvíst, hvort þá var búið að rífa Engeyjar kirkju). Vill þó messa í Viðey stöku sinnum gegn þóknun, lielzt síðdegis, en ekki binda sig við hádegismessur vissa daga, eins og áður hafði verið. 5. Prófastsbréf 25. mai 17Í3 gefur presti messuleyfi í Viðey, og áskilur, að hann fái þóknun og ókeypis far til og frá. 6. Bréf frá Skúla fógeta til biskups (F. .1.) 21 okt. 1773. Bréfið er bæði efnisrikt og lýsir vel stil og stafsetningu Skúla, þegar bann ritaði á móðurmáli að þeirrar aldar sið; tek ég því upp helztu kafla óbreytta. Bréfið byrjar svona: „HáEruvevðuge og Há- lærðe Hr. Biskup! Fyrst nú er svo langt komeð með Viðeyjar- kirkju að ey vantar nema Altareð og Préðdikúnarstólen, sem búeð mún verða, so hún til Jólanna Embættisfær verðe, þá er spurs- máleð, þarf hún að vígjast af Biskupi eða öðrum uppá hans vegna, *) Danakonungur skipaði oft að ieggja niður Vi kirkjur og bænhús hér á landi alt frá siðabreytingunni (1556 og 1565) og fram yfir 1800. En margir eigendur þeirra sintu því ekki, og héldu þeim uppi eftir sem áður, ])ó að messur yrðu strjálli og stopulli. Árið 1765 voru ennþá í Kjnþ. „afskaffaður“ Vi kirkjurnar í Hvammi og Eyri í Kjós, á Suður-Reykjum, Engey og Hvaleyri- En 1808 á Meðalfelli (og Ingunnarstöðum?), 1797 í Nesi o. s. frv. En hún stóð lengur, og svo var víðar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.