Kirkjuritið - 01.10.1939, Page 49
Marki náð.
Lof sé þér, Guð. Nú loks er marki náð.
Loks sé ég bjarma’ af fylling vona minna.
Einatt vér skiljum ei þín vísdóms róð;
áður ég vænti þessa höfn að finna.
Pley mitt var brothætt. Blindsker voru’ á leið.
Bylgjurnar vildu sögu mína skráða.
Átti’ ég að farast, einn, í stærstu neyð?
Angistin greip mig. Hvað var nú til ráða?
En þá ég flýði’ í bljúgri bæn til þín
og bað þig, Guð, um hjálp í stríði mínu.
Helguð þér skyldu ætíð áform mín,
altaf þá skyldi’ eg stýra’ í nafni þínu.
Öldurnar lægði, voðinn varð þá fjær,
vindurinn hægur lék í seglum þöndum.
Húmskýin viku, sólin skein þá skær;
skip mitt í friði rann að þráðum ströndum.
Faðir vor, Guð, ég flyt þér hjartans þökk,
fagnaðarlofgjörð inst úr huga mínum.
Bænar á vængjum svífur sál mín klökk.
— Sorgin, hún lyfti mér að hástól þínum.
E.