Kirkjuritið - 01.10.1939, Side 55

Kirkjuritið - 01.10.1939, Side 55
Kirkjuritið. Innlendar fréttir. 341 armönnum hefði þótt miður að missa kirkju sína. Ragnar hygði kirkjuna sjálfur, og mun eiga flest handtökin í smíði hennar, þótt aðrir heimamenn hafi að sjálfsögðu ekki látið sitt eftir liggja, einkum Guðmundur bóndi, faðir Ragnars. Þeir feðgar hafa numið smíðar af sjálfum sér, sem og aðrar góðar mentir, sem þeir eru kunnir fyrir af þeim, er þá þekkja. Rn fagurlega er verkið af hendi leyst og verður ekki séð, að það hefði betur mátt takast með lærðum smiðum. „En hver borgar svo efnivið ög vinnulaun?“ væri ástæða til að spyrja. Ég fékk að vita hjá Ragnari, að til kirkjubyggingarinnar hefði fengist lán úr hinum almenna kirkjusjóði, er nam 500 kr. Annað svar fékk ég ekki hjá Ragnari, nema ef í j)ví fólst frekara svar, að ofurveikt bros læddist um þreklegt og veðurbarið andlit hans. En svo mikið er víst, að önnur sóknarbörn hafa ekki haft nein útgjöld af verkinu, og að kirkjan sjálf á nú tiðlega 550 kr. inneign í sjóði, en átli áður en smíði hófst um 050 kr. En auk þess sem kirkjan er nú alveg nýreist og fagurmálað liús, hefir kirkjugarðurinn verið stækkaður út í túnið, og umhverfis hann er komin snyrtileg trégirðing, alveg ný, girt með virneti. Þegar ég frétti, að1 verkinu væri lokið, hraðaði ég för minni til Berufjarðar. Ég reyndi að taka þétt i hönd Ragnars, því að ég þóttist vita með vissu, að hún átti mestu þakkirnar fyrir jjessa áhrifaríku bænagerð „í leyndum". Mér fanst einnig, að ég væri að þakka honum fyrir j)jóðarinnar hönd fyrir laessa sérstæðu kirkjubyggingu, sem er talandi vottur um, að enn gerast íslend- ingasögur. „Áttu ekki mynd af þér“, spurði ég Ragnar. „Ég hefi ekki enn verið afmyndaður", var svarið. En það væri líka erfitt verk, því að Ragnar er myndarmaður að vallarsýn, þreklegur og svipmikill, líkt og íslenzku fjöllin, ís- lenzkan skín út úr hverjum drætti hans, íslenzkan, sem gerir sögu þjóðarinnar fagra og merka. Pétur J. Oddsson, Djúpavogi. Pétur Magnússon cand. theol. frá Vallanesi Befir nú fengið veitingu fyrir Vallanesprestakalli í Suður-Múla- Prófastsdæmi, að undangenginni kosningu safnaðanna. Hann var vígður til prests i Dómkirkjunni sunnudaginn 24. sept. Séra Jón Jakobsson frá Bíldudal er nýkoininn heim úr utanför sinni. Hann dvaldi lengst í Skot- inndi, 4 mánuði alls, í Edinborg og Glasgow. Þaðan fór hann til

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.