Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 6
84 Magnús Jónsson: Marz. að vera lítillátur og auðmjúkur af hjarta. En það er elcki fallegt að nota þær dygðir sem skálkaskjól til þess að skjóta sér undan skyldum og ábyrgð. Við höfum ærið tilefni til þess að vera auðmjúk frammi fyrir páskavið- burðinum og' þeim öflum, sem þar eru að verki. En pásk- arnir gefa okkur líka tilefni til þess að rétta úr okkur og liefja höfuðin hátt, því að lausn okkar er í nánd. Hreinsið burt gamla súrdeigið, segir postulinn. Það er fyrsta hlutverkið, sem hann ætlar okkur. Það er upphaf og skilyrði páskahaldsins. Hreinsið! Hvers er okkur meiri þörf ? Er ekki þetta það ægilegasta, sem hægt er að hugsa sér, livað alt er óhreint? Það er ef til vill misjafnt. En víða er súrdeigið, gamla súrdeigið. Og þá er fyrst að koma auga á það, fá tilfinningu fyrir því, fá ógeð á því. Við látum okkur fátt um finnast, er við lesum um hreinleikafyrirmæli Gyðinganna. Þeir töldu hluti og menn og athafnir „saurugt“ og voru afar nákvæmir um allar hreinsanir. Jesús varð að and- mæla þessum hreinleikafyrirmælum. En það var af því, að þau voru gerð að meginþætti trúarlifsins út af fyrir sig, rétt eins og það að matast eða drekka úr hreinu íláti, umgangast aðeins hreina menn, og annað þess háttar gæti komið i staðinn fyrir hreinleika hjartans, trú og fagra siði. — En hinu skulum við ekki gleyma, að þessi hreinleika- fyrirmæli voru sprottin af alvörugefni þessarar trúræknu þjóðar. Þau voi-u ytri lilið þessarar skyldu, að manninum ber að vera hreinn. Og það er áreiðanlega þörf áminning. Og þó að Jesús andmælti hinum dauðu hreinleikafyrir- mælum og athöfnum Gyðinga, þá var svo fjarri því, sem frekast er unt, að hann teldi alt hreint. Hann henti einmitt á það, sem saurgar manninn. Það er gruggið í uppsprettu liugarins, hinar vondu og ljótu hugsanir. Þaðan kemur það, og eitrar svo út frá sér orð og atliafnir. Hvílík elfa óhreininda er það, sem flæðir út um öll lönd og þjóðir frá þessum miljónum óhreinna uppsprettna í hugskotum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.