Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 28
106 J. Þ.: Framtíðarstörf kirkjuráðsins. Marz. voru sett), þá er ástæðulaust að liafa það hið sama nú með gífurlega breyttu gildi peninga. Menn ættu að þola, að það væri hærra, þegar miðað er við 1909. Þó ekki væri þetta viðbótargjald meira en kr. 0.25, þá væri það allstór upp- hæð, sem til kirkjuráðs x-ynni af öllu landinu — 15—20 þús. kr. Hinsvegar væri ánægjulegast og líklega heppileg- ast, að þetta gjald væri ekki niðurjafnaður nefskattur, heldur frjáls framlög þeirra manna, sem einhverju vilja fórna umfram það, sem nú er, fyrir það málefni, sem þeir telja mál málanna, hið dýrmætasta hnoss fyrir þjóð og ein- staklinga. Og þannig er þessu fyrirkomið í Englandi.*) Hver á svo að greiða stai’fsmanni kii’kjuráðsins- kirkju- ráðsi’itara? í lögunum segir: „Kirkjuráðsmenn fá greidd- an framlagðan kostnað og aðstoð eftir reikningi, er ráðu- neytið samþykkir.“ Mér skilst, að kirkjuráðið komist ekki af með minna en einn fastan starfsmann. Ætti að þurfa nýrra laga við? Hinsvegar er það ekkert höfuð- atriði. Að endingu þetta: Ég vil veg kirkjuráðsins sem mestan. Ég vil, að eftir það megi liggja starf, sem um munar á þessum baráttutímum, þegar allir, prestar og leikmenn, verða að vera vakandi, tímum, senx krefja mikilla fórna, einnig fjáriiagslega, fyrir sigur kristindómsins í þessu landi. Ég vil, að tilvist kirkjuráðsins og störf þess megi marka tímamót í sögu okkar fornu, kærxi islenzku kirkju. Og að alt það starf, sem kirkjuráðið kann að hafa með höndum, megi verða til þess, að kristindómurinn nái meiri tökum á þjóð vorri, verndi frá villix og spillingu og geri þjóð vora foi’sæla í framtíðarlífi og framtíðarstarfi. Jón Þorvarðsson. *) Að sjálfsögðu ber á það að líta, að margir leggja, og hafa lagt á sig allmiklar fjárhagslegar byrðar í söfnuðum sínum, t. d. vegna kirkjubygginga o. s. frv. Ennfremur bað, að öll opin- ber gjöld eru nú mjög há. En ef ekki vantar vilja, geta menn meira en þeir hyggja.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.