Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 33
Kirkjuritið. Guðstrúin. 111 trúarhugsjón. Allir þessir hæfileikar eiga rætur sínar í mannlegu eðli, og það má rekja þá alla til fvrirbrigða í sálarlífinu. Það er satt að segja engin furða, og hvernig ætti það öðru visi að vera? Menn játa gildi vísinda, lista og siðgæðis, ekki af dygð, heldur af nauðsyn, því að það er ekki liægt að neita staðreyndum. En menn neita gildi trúarinnar, af þvi að þar vantar staðreyndir á sama liátl og um hin atriðin. Það má vel vera afsakanlegt, að ýmsir neiti, en að nota það sem mótbáru, að guðstrúin sé sprottin úr mannlegu eðli, falli i ljúfa löð við eðli mannsandans, það er vægast sagt undarlegt. Það er svipað því, að ein- hver gjörði þá kröfu, að til þess að tré yrði álitið fagurt og fullkomið, yrði að sanna, að það væri ekki sprottið upp af litlu og óásjálegu fræi. Þá snúum vér oss að hinu aðalatriðinu, ósamræminu eða samræminu á milli guðstrúar og þekkingar vorra tíma á heiminum. Er þá rétt að drepa fyrst á tvö atriði, þ. e. þekkingu vora á eðli efnisheimsins og takmörk skynjun- ar vorrar. En þetta verður aðeins gjört í örfátím orðum. Það hefir til skamms tíma verið álit vísindamanna, að efnisheimurinn, þ. e. alt efni, lifandi og dautt, væri sam- setl af ákveðnum efnum, frumefnunum. Frumefnin er ekki liægt að kljúfa sundur með efnafræðilegum aðferð- l|m, en þau ganga í samhönd sín á milli, og allur fjöld- •nn af þeim efnum, sem vér sjáum daglega fyrir oss, eru sambönd frumefnanna, eða svo nefnd samsett efni. Sum efnasambönd eru einföld, eins og t. d. vatn, sem er sam- band af vatnsefni og súrefni, en önnur eru flóknari og sum mjög flókin, t. d. hin lífrænu efni í líkömum jurta og dýra og þá einkum eggjahvituefnin. Menn geta klofið efnin í sundur i smærri og smærri hluta. Minsti hluti af efni, sem kemur fyrir út af fyrir sig, er nefndur ódeiliögn, oiolekyl. En molekyl má aftur kljúfa í enn smærri liluta, sem nefndir eru frumagnir eða atóm, það eru smæstu lilutar efnisins. Minsta ódeiliögn er tvær frumagnir. En sagan er ekki öll sögð. Nú eru vísindamenn komnir að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.