Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 42
120 Ó. Ó.: Reikningsskil. Marz. Fyrst og fremst er nú ekki rétt, að svo hafi verið. Ég hefi sýnt fulla viðurkenningu þess, bæði i einkabréfi og ritinu „Í4 ár í Kína“, að Tryggvi Þórhallsson varð mér til mikillar bless- unar, þó nýguðfræðingur væri. En á lcristniboð lieyrði ég hann aldrei minnast, og er mér það ókunnugt, livort hann hefir getið þess máls einu orði í ræðu eða riti. Þessi ónákvæmni er þó ekki aðalatriðið, heldur hitt, hvort Tryggvi Þórhallsson hafi átt nýguðfræðinni eldmóð sinn að þakka. Sé svo, þá hefði mátt ætla að likur eldmóður hefði lýst sér í starfi nýguðfræðinga yfirleitt að kristindómsmálum. Það eru þvi tilmæli mín, að Kirkjuritið geri nú upp þann reikning, hve mikill fengur kristilegu sjálfboðastarfi hér á landi hefir verið að nýguðfræðinni. Óiafur Ólafsson. Ólafur Ólafsson kristniboði telur villandi orð mín um það, að hann kenni nýguðfræðinni um lítinn áhuga íslendinga á kristni- boði, (sem er einn þáttur kristilegt sjálfboðastarfs). Nú geta les- endur Kirkjuritsins lesið grein hans alla og dæmt um sjálfir. Þá kveður Ólafur kristniboði það ekki rétt, að Tryggvi Þór- hallsson hafi vakið áliuga hans á kristniboði. Þessi fullyrðing hans nú kemur mér mjög undarlega fyrir, þvi að ég minnist þess glögt, að hann sagði mér, að hvítasunnuprédikun séra Tryggva hefði liaft álirif á sig i þá átt, og vitanlega gat hún haft þau jafnt fyrir þvi, þótt orðið kristniboð kæmi þar ekki fyrir. Loks virðist Ólafur draga það mjög í efa, að Tryggvi hafi átt nýguðfræðinni eldmóð sinn að þakka, og sennilega lítur hann svo á, að ef nýguðfræðingar vinna eitthvert gott verk, þá gjöri þeir það ekki sem nýguðfræðingar, en öll bölvun, sem af þeim stafi, sé auðvitað nýguðfræðinni að kenna. Ég sé jiess vegna ekki, að það sé til nokkurs skapaðs hlutar, þótt ég fari að benda lionum á þátttöku nýguðfræðinga i kristi- iegu sjálfboðastarfi hér á landi. En mér væri það næsta auðvelt. Ég ætla að láta mér nægja i þess stað að koma með eina vin- samlega bendingu til hans sjálfs persónulega, þá, að hann reyn- ist kirkju íslands fremur sonur en dómari þann tima, sem hann dvelst hér frá heiðingjatrúboðinu. Á. G. LEIÐRÉTTINGAR: í grein P. O. i síðasta hefti, bls. 75 neðan til, hefir tekist svo til, að lína, sem leiðrétt var, hefir komist inn, en önnur fallið burt, sem átti að vera þar. Þar stendur: „Náms- efni í finskum barnaskólum er eðlilega mjög svip-“, og á næsta lína að vera,: að því, sem tíðkast hér í skólum. En framsetn- ing þess — 1 sálminum í 1. hefti, bls. 29, á 13. ljóðlínan að vera: „Hversu ört sem ólga tímans streymir."

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.