Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 18
96 Jón Helgason: Marz. fjálgleik. . . Á kirkjugólfinu frammi viö dyrnar var hrúga af agnarlitlum Lappa-börnum í loðnum úlpum og þar léku þau sér allan tímann. Þau voru i góðu skapi, en flugust á við og við. Eins og Sama er háttur, var fólkið á sifeldu rápi út og inn. Hundar sluppu inn við umganginn og var komið út aftur eftir mikinn eltingaleik. Fyrir utan virt- ust vera þúsundir af Lappa-hundum, sem ólmuðust og flugust á. Ef orustan varð of áköf, varð sýslumannsþjónn- inn að fara út úr kirkjunni og skilja þá. Alt þetta heyrðist inn í kirkjuna. í miðri prédikun hljóp feikna snjóflóð ofan af kirkjuþakinu. Dunurnar voru eins og dómsdagui' væri kominn. Eini hesturinn, sem hér var staddur, var bundinn við kirkjuvegginn (annars voru allir með hreina). Hann fældist svo, þegar snjóflóðið kom, að hann sleit Ljóðrið og rauk á stað með heldur en ekki liávaða. Ég liorfði á alla viðureignina úr prédikunarstólnum gegiium glugga. Hann Iientist niður að ánni og þaut síðan eins og kólfi væri skotið í áttina til skógarins hinumegin og mann- fjöldinn á eftir. Það var hreint og heint friðandi að snúa augum síniim að marglitu skinnbögglunum, sem byítu sér frammi á kirkjugólfinu. Prestarnir hérna eru alvanir öllu þessu. Og sannleikurinn er sá: Ef maður getur sjálfur látið sem ekkert sé, hvað sem öllu líður, krökkum og hundum, rápi, snjóflóðum og fælnum hestum, þá er engin hætta á, að kirkjufólkið láti það á sig fá. Það nær full- komlega því marki, sem sálfræðingar nútímans setja: Að sía alt frá, sem truflar. Það lieyrir aðeins það, sem það vill heyra.“ Til fróðleiks þykir rétt að gela þess, að fyrir svo sem hálfri annari öld var íslenzkur maður prestur í Kautokeino, Ólafur .Tósefsson (prests Ólafssonar á Eyja- dalsá), er tók sér ættarnafnið Hjort. Hann var af sóknar- fólki sínu kallaður „harði Hjörtur“, „duglegur maður og harðvítugur“, en svakamenni, sem þótti sopinn helzti góð- ur (f 1789). Það var þessi harði Hjörtur, sem gaf þau 35 hreindýr, sem flutt voru hingað til lands 1785 eða 86 og fékk að launum lieiðurspening (pro meritis) úr gulli.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.