Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 9
Kirkjuritið. Páskaboðskapurinn. 87 Páll postuli segir á öðrum stað: Því að það, sem lög- málinu var ómögulegt .... það gjörði Guð, er hann, með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs holds, fyrir- dæmdi syndina í holdinu. Og liann segir um eigin reynslu, að hann telji alt einskis virði nema það, að hann hafi reynst vera í honum — án þess að hafa eigið réttlæti, það er fæst af lögmáli, heldur það, er fæst fyrir trú á Krist .... lil þess að ég geti þekt hann og kraft upprisu itans og samfélag písla lians, sammyndaður orðinn dauða hans, ef mér mætti auðnast að ná til upprisunnar frá dauðum. Þetta á hann við, er hann setur endurnýjun hugarfars- ins og lifernisins í heint samband við páskaviðburðinn. í stað þess að slreitast af eigin kröftum á maðurinn að koma beint til Jesú Ivrists, og gefa honum sjálfan sig, al- veg eins og hann er. Það er það, sem Páll kallar að trúa. Að trúa er ekkert annað en að gefa sig Kristi fullkomlega á vald, ganga í mannkyn hins annars Adams. Það er að segja sig úr lögum við illvirkjana og ganga í lög með þjóðfélaginu. Það er að ganga yfir á brúnni, að stíga um horð i skipið. Trúin er ekki verk, en hún er ákvörðun. Er ekki þetta í rauninni svo þekt úr daglegu lifi? Mað- urinn sáir fræi i jörð. Það er trúarathöfn og meira getur hann ekki gert og þarf ekki að gera. Það spírar og grær og vex án lians til verknaðar. Hvort væri tryggara að setja barnaheimili stranga reglu- gerð eða útvega því kærleiksríka forstöðukonu? Ætli hug- arfar hennar væri ekki öllum reglugerðum betra? Samfélagið við hinn upprisna frelsara, hann búandi i lijarta mannsins er sterkara en öll boðorð. Hver myndi endast til þess að hreinsa og prýða i sifellu lnis, sem eng- inn kæmi í? En ef tiginn gestur ætlar að koma þar, þá er engin fyrirhöfn of mikil. Páll segir: Hreinsið húsið. Jesús er að koma, já, liann er þar. En hann segir meira. Hann segir á einum stað: Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Páskaboð- skapurinn er ekki eingöngu boðskapur um upprisu Krists,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.