Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 7
Kirkjuritið. Páskaboðskapurinn. 85 mannanna. Ágirnd, öfund, hégómagirnd, miskunnarleysi, væmið smjaður, óhreinskilni, ógeðsleg orð og flekkaðar athafnir. Og jafnvel þar sem alt virðist fágað á yfirborði, já, meira að segja sumt það, sem menn eru að revna að vanda, er samt flekkað. Jafnvel góðgerðastarfsemi getur verið blönduð sjálfshroka, góðverk unnin af hégómagirnd, grandvarleikinn verið fullur dómsýki, trúræknin velkt af liræsni. Það ferst náttúrlega engum og sízt mér, að semja slíka lastaskrá. En til sjálfsprófunar er holt að hvetja alla. Það er nauðsynlegt að hera ljósið, sem okkur er gefið í Guðs orði, um andleg híhýli okkar, því að ekki verður það óhreina betra, þó að það sé dulið. Það er þó hetra að vita 'im það og kannast við það. Og svo er að hreinsa það. Gyðingarnir fóru um hús sín og hreinsuðu gamla súrdeigið, rýmdu því á brott. Við eigum að gera það sama. Við eigum að ganga um hibýlin og hreinsa, svo að páskasólin fái að skína inn í hreina vistarveru. Við eigum að gera það. Það er hrein skipun. Þar eru engin undanbrögð möguleg. Það er ekki tekið gilt, ]ió að við afsökum okkur með getuleysi. Og það er jafnmikil skylda, þó að við vitum, að óhreinindi muni safnast aftur. Engin góð liúsmóðir lætur það aftra sér frá því að þvo hús sitt, þó að hún viti, að það ólireinkasl aftur. Hún þurkar af, þó að hún viti, að ryk sezt á aftur- Hún fægir, þó að hún viti að aftur fehur á málminn. Við skulum vera eins og góð húsmóðir í okkar eigin húsi, en ekki eins og sú skeytingarlausa. Við skulum þagga niður Ijótu hugsanirnar, ávíta vondu áformin. Hafa taumhald á orðum okkar. Hika við áður en við gerum það, sem gseti leitt til ills. Þetta er sífelt starf, en það er gott starf, þörf æfing, Holl iþrótt. Við gerum of lítið af því. Við störfum svo ofl að öllu nema okkur sjálfum. Einmitt i þessu efni eigum við að elska okkur sjálf, elska þessa Guðs gjöf, lífsins dásömu, undrafullu gjöf. Hvernig getum við látið okkur

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.