Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 30
108 Arni Árnason: Marz. valdandi, að xnörg ungmenni hafa tapað trú sinni á náms- árunum, því tímabili æfinnar, er þau fara að fá nasasjón af þekkingu í náttúrufræðum. í Jiessu erindi mínu mun ég leitast við að taka guðstrúna til stuttlegrar athugunar, í sambandi við þær mótbárúr gegn lienni, sem nú voru nefndar. Þess er þá fyrst að geta, að það er liugsunarvilla, sem ótrúlega margir gjöra sig seka í, að segjast ekki vilja trúa vegna þess, að sannanir vanti. Trú gjörir einmitt ráð fyrir því, að sannanir vanti. Það, sem sannað er, er ekki lengur Irúaratriði. En þótt ýmsir vantrúarmenn komist þannig mcir en klaufalega að orði, þá mun eiga að skilja það svo, að þeir hvorki vilji né geti trúað því, sem kemur í bág við þekkingu og heilbrigða skynsemi. Þetta er eðlilegt og er bein afleiðing af sjálfstæðri og rökréttri hugsun. En að því er þekkinguna snertir, þá er engu síður á hitt að líta, að öll vor þekking er tímabundin og breytileg. Það, sem nú virðist koma í bág við hana, gjörði það ekki fyrir nokkurum öldum, og á sama hátt mun nútímaþekking vor vera úrelt í ýmsum greinum eftir nokkurar aldir, ef ekki miklu fyr. Þetta verðum vér að hafa hugfast, er vér brjótum heilann um trú og þekkingu. Ennfremur er þess að gæta, að trúleysið er trú á sína vísu, því að það byggist á ímyndun en engum sönnunum. Trúleysið er eins og trúin, skoðun eða sannfæring um uppruna, eðli og örlög heimsins og mannssálarinnar, skoðun, sem ekki hyggist á vísindalegum niðurstöðum. Trúleysið er fúllyrðing, sem er ósönnuð, og þessi fullyrðing stendur að baki trúnni að því leyti, meðal margs annars, að samkvæmt lilutarins eðli virðist algjörlega ómögulegt að fá nokkuru sinni sönnun fyrir vantrúnni. Vér snúum oss þá að fyrri aðalmótbárunni, sem áður er nefnd, en hún er sú, að guðslrúin sé af mannlegum uppruna, eigi sér rætur í sálarlífinu og sé sprottin af van- máttartilfinningu mannanna gagnvart náttúruöflunum. Ég er hvorki trúarbragðafræðingur né heimspekingur, og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.