Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 11
Kirkjuritið. M. J.: Páskaboðskapurinn. 89 ekki ennþá bert, bvað vér munum verða. Það er einhver morgunblær yfir þessu, með alt hið fegursta fram undan. Enda segir Páll: Liðið er á nóttu og dagurinn er í nánd. Það er páskamorgunn. Dagurinn sjálfur er fram undan. Okkar verk er að halda páska með ósýrðum brauðum hreinleikans og sannleikans og bíða í trú og trausti. Hann, sem elskar okkur, gefur okkur alt. Hann, sem dó vegna synda okkar og reis upp vegna réttlætingar okkar, hann stjórnar förinni. Hann yfirgefur okkur ekki. Þó að við hrösum, reisir hann okkur við, ef við sleppum ekki hönd hans. Og þá munum við, þegar lionum þóknast, sjá sjálfan páskadaginn, þegar engar stunur heyrast framar, og ekK- ert óhreint sést, því að alt hið fyrra er farið. Sjá, konungur þinn kemur. Sjá, konungur þinn kemur! Sjá, konungsmerkið blikar á. Hann frið og sættir semur og sérhvern lætur rétti ná. Hann brýtur styrjarboga, og bandingjar fá lausn. Hann lægir hatursloga, og lýðir sjá hans rausn. Hann hverju böli breytir í blíðan yndishag. Hann þjóðum harmbót heitir — ó, heimur, fagna’ í da.g! Sjá, konungur þinn kemur! Þú kærum gesti fagna átt. Burt, kvöl, sem hjörtu kremur. Guðs kristni, syng sem bezt þú mátt.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.