Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 23
KirkjuritiS. Framtíðarstörf kirkjuráðsins. 101 kristileg æskulýðsfélög. Hún hefir leitað samvinnu við kennara, hjúkrunarkonur, skátahreyfinguna, barnavernd- arnefndir, mannúðar- og líknarstofnanir. Diakonistyrelsen hefir eigin bókaútgáfu og bóksölu, gef- ur út kristileg blöð og tímarit, barnabækur, rit um kirkju- leg efni o. s. frv. Allar bækur til kirkjulegra þarfa, hand- bækur, kirkjusöngbækur, auk margs annars. Biblíuútgáfa var hafin 1917 og sálmabókar útgáfa 1921. Er þetta nú 2. eða 3. stærsta bókaútgáfa í Svíþjóð. Ágóði er allmikill °g gengur til annarar starfsemi að nokkuru. Starfsmenn stofnunarinnar ferðast um landið, halda fyrirlestra, flytja messur, blása lífi í safnaðarstarfsemi, einkum æskulýðsstarf, og stofna kristileg æskulýðsfélög þai’, sem þau eru ekki áður. Þá er safnað áskrifendum að blöðum, sem út eru gefin, seldar bækur, safnað frjáls- llm samskotum til starfseminnar o. s. frv. Þessar heim- sóknir til safnaðanna eru taldar hafa verið mjög þýðing- armiklar og vinsælar af fólkinu. Þá hefir Diakonistyrelsen komið á fót Leikmannaskól- anum í Sigtúnum og starfrækir liann. Hefi ég að nokkuru lýst þeim skóla áður í útvarpi (sbr. Kirkjur. 1936, 7. h.). Diakonistyrelsen hefir komið á stofn ýmsum sjóðum, sem hún liefir umráð yfir. Einn er til þess ætlaður að veita rentulaus lán til að byggja kirkjur, kapellur og safn- aðai-lnis. Annar er lil þess að styrkja kristilegt æskulýðs- starf yfirhöfuð. Þriðji er gjöf frá stóreignamanni, J. E. Frykberg, og er til styrktar frjálsu kirkjulegu starfi yfir böfuð. Fjórði er styrktarsjóður fátækra guðfræðinema. Þá stóð Diakonistyrelsen fyrir fjársöfnun í minningar- Sjöf vegna siðaskiftanna, safnað 1916—1917, og nam s.loðurinn rúmlega 4 miljónum króna. En eigi er mér full- kunnugt, hverir stjórna sjóðnum, né hversu honum er varið. Þá liefir Diakonistyrelsen gengist fyrir sérstökum fjársöfnunum vegna atvinnuleysisvandræða og til handa fátækum. Árið 1923 var safnað 2 miljónum. Og 1931 til unglinga, m. a. til skólavistar í lýðskólum, 152 þús. Þetta

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.