Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 8
86 Magnús Jónsson: Marz. á sama standa, livort hún er ötuð út í alls kyns óhrein- indum, eða lirein og fáguð? Hreinsum gamla súrdeigið, súrdeig ilsku og vonzku, úr þessu Guðs húsi, sem er við sjálf. Þvi að páskalambi voru er slátrað, sem er Kristur, seg- ir Páll, og nefnir þar grundvöll og uppsprettu liins kristi- lega lífs. Hér víkur hanu algerlega frá stefnu siðspek- inganna. Hann nefnir páskaviðhurðinn sem grundvöll sið- ferðisins. Og hann fléttar saman merkingu liinna gyðing- legu og kristilegu páska svo meislaralega, að þar kemur fram myndin af hinum dána Kristi, páslcalambinu og hin- um upprisna Kristi nýja siðarins. Mannsviljinn er mót- tökuhæfileiki siðspekinnar. Kristur, dáinn og upprisinn, er grundvöllur kristninnar. Reynslan hefir skorið úr þvi á öllum öldum, að sið- spekin, svo góð og' falleg sem hún er, nær skamt. Maður- inn verður lítill á leiksviði syndar og dauða, ef hann á þar enga meðleikendur. Það er fallegt af honum að reyna að fylgja settum reglum hyggjuvitsins. En hann verður oft eins og harn i miðju jökulhlaupi. Áður en hann veit af, hendist hann í straumfallinu. Barnið kemst ekki yfir jökulsána nema með æðri hjálp. Það er hverjum manni ofraun að synda yfir úthöfin. Hann verður að láta sterk- ara afl bera sig. Siðferðið verður að vera borið uppi af krafti að innan og ofan. Og sá kraftur verður að vera af hæðum. Hann verður að vera frá þeim, sem er sterkari en syndin og dauðinn. Það er hinn upprisni frelsari, sigrari dauðans, sem hér kernur inn í mannlífið. Páskarnir færa okkur boðskap- inn. Þeir eru elcki eingöngu merkjalínan í sögu mann- kynsins, heldur líka í sögu hvers einstaks manns. Ilinn annar Adam kemur á leiksviðið, og býður okkur forustu og lijálp. Hann byggir brú handa barninu vfir jökulsána. Hann stýrir hafskipinu yfir úthöfin. En livernig má þetta vei’ða?

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.