Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 34
112 Árni Árnason: Marz. þeirri niðurstöðu, að atómin séu ekki hinir minstu hlutar efnanna, heldur séu þau mjög samsett. I hverri frumögn er kjarni, atómkjarninn, sem er rafmagn, og í kringum hann sveiflast svo að segja óendanlega smáir hlutar atóms- ins, að sýnu leyti eins og reikistjörnur kringum sól, en það eru rafmagnseiningar, rafeindir. Rafeindunum i atóm- unum er haldið saman með feikna afli, sem enn liefir ekki tekist að leysa úr læðingi, því að það hefir ekki tekist að sprengja atómin, eins og það liefir verið nefnt. Vís- indi hinna síðari ára liafa þannig komist að alveg nýrri niðurstöðu um efnið og niðurstaðan er sú, að efni, í þeirri merkingu, sem hingað til liefir verið lögð í það orð, er ekki til, þótt efnið sé auðvitað til eftir sem áður í vísindalegum skilningi. Alt efni er í raun og veru sjónhverfing, það er alt afl, rafmagn. Allur efnisheimurinn er rafmagn, í ýms- um myndum, og vér erum sjálfir rafmagn. Rafmagnið, sem vér þekkjum utan efnisins, ér afl, en það er í eðli sínu ekki frábrugðið efninu. Vér aðgreinum þó afl og efni, og teljum rafmagnið ekki efni. Samkvæmt þessari nýjustu vísindalegu niðurstöðu má þá til sanns vegar færa, að allur heimurinn — efnisheimurinn — sé skapaður af engu. Þannig myndi alþýðan komast að orði, samkvæmt hugsun sinni og málvenju. Þannig er einnig komist að orði í hinni miklu alþýðubók, Riblíunni, og þannig hefir alþýðukonan, móðirin, kent barninu sínu þenna dularfulla sannleika mörgum öldum áður en vísindin komust að honum með margbrotnum, hugvitssömum og snildarlegum rann- sóknum. Þetta var nú annað atriðið, efnið, sem vér skynjum, en þá er að líta á liitt atriðið, skynjunina sjálfa. Alt það, sem vér vitum um lieiminn, byggist á skynjun vorri. Vér kynn- umst heiminum með skilningarvitum vorum, annaðhvorl beinlínis eða með aðstoð véla og verkfæra. En skynjun vorri eru takmörk sett, skilningarvit vor eru ekki full- komin. Lykt og bragð finnum vér ekki nema af vissum efnum. Tilfinningin er því skilyrði bundin, að vér komum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.