Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 21
Kirkjuritið. Framtíðarstörf kirkjuráðsins. 99 þeim liafa verið að lögum settir þröngir starfsmöguleikar. Hér þarf breytt fyrirkomulag. Hér þarf umráð peninga og hér þarf starf, starf, sem aldrei getur orðið unnið af þeim mönnum einum, sem kirkjuráðið skipa. Ráð er fyrir því gert, að vísu, í lögum um kirkjuráð, að ríkið leggi þvi nokkurt fé. Þar stendur þetta: „Kirkju- ráðið hefir .... ráðstöfunarvald vfir fé þvi, sem lagt kann að verða til frjálsrar kirkjulegrar starfsemi, eða annara kirkjulegra þarfa (eftir nánari ákvæðum, sem fjárveit- ‘iigarvaldið setur í hvert sinn).“ Úr framkvæmdum um framlög sliks fjár hefir lítt orðið. Stundum hefir kirkju- ráðið að vísu fengið nokkurn hluta þess fjár, sem ríkinu sparast við það, að prestaköll eru óveitt, en stundum alls ekki neitt. En án fjárumráða er ekki þess að vænta, að kirkjuráðið geti mikið gert. Sizt vil ég mæla ríkið undan þeim skyldum, sein á því hvíla um fjárframlög til handa þjóðkirkjunni. Hinsvegar er vitað, og að nokkuru af reynslu, að varla er því að treysta, að ríkið leggi fram það fé, sem með þarf. Það verður að koma annarsstaðar R’á að nokkurum hluta a. m. k. Og því þá ekki einmitt frá fólkinu sjálfu, þvi fólki, sem í þessu landi ann kirkju °g kristni, og það er, sem betur fer, meiri hluti þjóðar- innar. Það ætti ekki að vera nauðsynlegt, að þjóðin greiddi þetta fé gegnum hendur hins opinbera, heldur heint. Það er engu síður eðlilegt, og það yrði vinsælla. Áður en lengra er farið í þessum athugunum, vildi ég oieð nokkurum orðum minnast á stofnun í Svíþjóð, sem eg tel að við gætum lært nokkuð af og tekið til fyrirmynd- ar einmitt að því, er snertir kirkjuráðið og' aukin störf þess í þvi, sem í lögunum er nefnt, „að stuðla að frjálsri starfsemi til eflingar kristnilífi þjóðarinnar — mannúðar- °g líknarstarfsemi.“ Þessi orð geta verið nákvæm lýsing a því, hvert er ldutverk þeirrar stofnunar, sem ég hér á V1ð, en það er Svenska Kyrkans Diakonistyrelse. — Þessi stofnun telcur til starfa um 1910, og var aðalhvatamaður þess Nils Lövgran. biskup af Vesterás. Um það leyti voru

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.