Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 37
Kirkjuritið. Guðstrúin. 115 eða hraktar. Vísindamaðurinn Dalton kom fram með til- gátu sína um ódeiliagnirnar og frumagnirnar, og með hennar hjálp voru unnin mörg og mikil vísindaleg afrek. Hún hefir nú verið fullkomnuð, ef svo má segja, með hinni merku niðurstöðu um eðli atómanna og þar með alls efnis. Þessar trúarskoðanir vísindanna, tilgáturnar, eru ekki eingöngu til þess fallnar að svala þekkingarþrá mannsandans, heldur eru þær mjög gagnlegir, og enda nauðsynlegir byggingarpallar við að reisa musteri vísind- anna. Trúin á Guð, þann mátt, sem stendur ofar því, er vér þekkjum, sem er upphaf og stjórnandi alls, er i eðli sínu ekki óskyld tilgátum vísindamanna um upphaf og eðli efnisheimsins. Hvorttveggja er ávöxtur af ástundun mannsandans eftir æðri og æðstu fullkomnun. En þar er að vísu mikill stigmunur. Vísindamennirnir gjöra hygg- ingarpallana hæfilega háa, svo að þeir henti til að hyggja næstu viðhótina, en trúuðum mannsanda nægir ekki minna en að musterið sé óendanlegt á mannlegan mæli- kvarða. Þegar vér lítum annarsvegar á afstöðu vora til heimsins, takmörk vor og ófullkomleika, en hinsvegar á ómælisstærð og tilbreytni efnisheimsins, sem vísindin virðast vera að sýna oss, að sé takmarkalaus, þá er fult samræmi í því að trúa á mátt, sem er ótakmarkaður og óskiljanlegur á mannlega visu. Hitt væri miklu fremur þröngsýni og óleyfilegur þekkingarhroki, ef menn þættust geta lýst honum að fullu og reiknað út eðli hans. Þá er sú mótháran, að enda þótt vér getum liugsað oss °g trúað tilveru Guðs, þá komi jafnharðan fram spurn- mgin um upphaf hans og orsök. Hvernig liefir Guð orðið hl? Ef vér hugsum oss einhvern uppruna lians og orsök, þá er sú orsök aftur orðin guð, sem er höfundur að Guði vorum o. s. frv. í þessu sambandi er þá fyrst vert að atliuga, að það eru Heiri atriði en guðshugmyndin, sem verða mannsandanum ofurefli að þessu leyti. Þess var áður getið, að allur heim- urinn væri rafmagn og að svo virðist, sem það sé alt í öllu.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.