Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 10
88 Magnús Jónsson: Marz. lieldur líka okkar eigin upprisu. I samfélaginu við Krisi er maðurinn dáinn syndinni og upprisinn með lionum. Kristur liefir tekið stjórnina. Og þá fyrst verður gamla súrdeigið að víkja. Þá fyrst er hægt að segja með árangri: Ilreinsið burt gamla súr- deigið. Já, meira að segja sá ófullkomleiki og svnd, sem enn loðir við manninn, saurgar ekki framar, því að það er játað fyrir honum og gefið honum til útrýmingar. Kraft- ur upprisu Krists er orðinn eign hins veilca manns. Þetta er páskaboðskapurinn. Er þetta þá svona auðvelt? Hvers vegna er þá ekki liver maður, sem á annað borð vill vera kristinn, fullkominn og hlettlaus? Hvers vegna sjáum við kristna menn hrasa og falla, rísa á fælur og hrasa enn? Já, þetta eru spurn- ingar, sem eru vel fallnar til þess að gera okkur kinnroða. Það er ekki sparað að draga þær fram, og það er ekki heldur rétt að ganga fram hjá þeim eða neita þessari staðreynd. Páll postuli kannast vel við þetta, og því skrif- ar hann söfnuðum sínum svo margt, þeim til iilygðunar. Það má margt segja til blygðunar okkur, sem þráum kraft upprisu Krists. En við skulum ekki saka þann kraft, heldur okkur, sem hann á að hjálpa. Og ég kann ekkert svar við þessu vandamáli annað en svar Páls sjálfs. Við erum þrátt fyrir alt ekki hólpnir menn i voninni. Hjálp- ræðið í fylling sinni er i framtíðinni. Andinn er að sönnu éndurleystur frá valdi syndarinnar og dauðans, en við híð- um enn eftir endurlausn líkamans. Og Páll heyrir stunuf alls þess sem lifir, stunur, er sýna þjáningar þess. Enn er þetta ekki auðvelt. Hinn óendurfæddi líkami elskar óhrein- leikann, elskar súrdeigið, tímir ekki að yfirgefa syndina. Páskahoðskapurinn er ekki einungis umliðinn staðreynd, lieldur líka framtíðarútsýn. Páskalambinu er slátrað og þrældómshúsið yfirgefið. En fyrirheitna landið er handan við eyðimörkina. Og Jóhannes tekur undir með Páli og segir: Þér elskaðir, nú erum vér Guðs börn, en það er

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.