Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 24
102 Jcm Þorvarðsson: Márz. voru aðeins dæmi. Fjársafnanir þessar fara fram um alt land, venjulega við guðsþjónustur i kirkjunum og að því, er mér skilst, vissa daga, sem ákveðnir eru með konungs- tiLskipun, sami dagur fyrir alt landið. En nú mætti spyrja: Er þetta ekki andlaust skipulags- bákn, sem litlu fær til vegar komið til eflingar hreinu, þróttmiklu trúarlifi? Nei, starfsmenn stofnunarinnar hafa margir verið miklir trúmenn, brennandi i andanum, og áhrifamenn, bæði í sókn og í vörn. Og engum mundi nú detta í hug, að hægt væri að vera án þessarar stofnunar, nema til tjóns fyrir kirkju og kristni í Svíþjóð. Liggur þá næst fyrir að athuga þetta: Kemur þessi stofnun okkur Islendingum nokkuð við? Getum við nokk- uð af henni lært? Ég segi já. Að vísu er mér það vel ljóst, að þótt eitthvað reynist vel erlendis hjá miljónaþjóðum og við ólíka staðhætti, getur vel verið, að það eigi engan- veginn við hér í fámenninu. En á þessum sviðum sem öðr- um verðum við íslendingar að reyna að notfæra okkur rejTislu annara þjóða og halda því og nota það, sem lík- legt er að hér eigi við og til heilla megi verða hér. Nú vill svo til, að við höfum stofnun, sem að nokkuru leyti er algerlega hliðstæð við Diakonistyrelsen í Svíþjóð. Sú stofnun er kirkjuráð hinnar ísl. þjóðkirkju. Sá er að vísu munurinn, að kirkjuráðið hefir allmiklu meira vald en Diakonistyrelsen. Á ég þar einkum við það ákvæði lag- anna, að kirkjuráðið hefir samþyktarákvæði og ákvörð- unarrétt um guðsþjónustur kirkjunnar, veitingu sakra- menta og kirkjulegar athafnir og helgisiði. (Þarf að vísu samþykki Synodusar). Þau mál hefir Diakonistyrels- en ekkert með að gera. Að öðru leyti virðist mér kirkju- ráðið vera alveg samskonar stofnun og DiakonistjTelsen í Svíþjóð (sbr. 2. gr. b). Og nú kemur mér til liugar, að kirkjuráðsins bíði það hlutverk að taka upp að einhverju leyti suma af þeim starfsháttum, sem Diakonistyrelsen hefir með höndum, að sjálfsögðu í mjög smækkaðri mynd, og notfæra sér að einhverju levti starfsaðferðir þessarar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.