Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 26
104 Jón Þorvarðsson: Marz. aðeins á einn þátt, sem mér virðist um að liafi verið van- ræktur af kirkjunni. Það er kristilegt starf meðal sjó- manna. Því starfi þarf að leggja lið og styrk. 3) Undanfarin ár hefir nokkuð verið rætt um ferða- prestastarfið og gildi þess. Og gildi þess hefir verið viður- kent í verki með þeirri starfsemi kirkjuráðs og undirbún- ingsnefndar hinna ahnenn kirkjufunda að senda presta, eða prest og leikmann, í ferðir um ýmsa hluta landsins undanfarin ár. Þau ferðalög hafa verið mjög vinsæl og liafa liaft góð áhrif. Ég lmgsa mér, að starfsmaður kirkjuráðsins ætti að vera vígður prestur (þó ekki aðalatriði), hefði reynslu í prestsstarfi. Hafi hann meðal annars það hlutverk að ferðast um landið öðru hverju eða ýmsa landshluta. Heimsæki hann prestana, hafi tal af áhugamönnum safn- aðanna og starfsmönnum þeirra, vinni að útbreiðslu bóka og blaða kirkjuútgáfunnar, gefi góð ráð um safnaðarstarf- semi o. s. frv. Sérstakt hlutverk á þessum ferðum ætti að vera að glæða áliuga fyrir kristilegri æskulýðsstarf- semi og að reynt sé að ná samvinnu við ungmennafélög í sveitum og önnur æskulýðsfélög, sem ekki starfa sér- staklega á kristilegum grundvelli. Gera verður ráð fyrir nokkurri dvöl í hverju prestakalli. 4) Kirkjuna vantar fé. Kirkjuráðið verður að hafa um- ráð einhvers fjár, til þess að geta gert einhver skil þvi ákvæði laganna að stuðla að frjálsri starfsemi til efling- ar kristnilifi þjóðarinnar, mannúðar- og líknarslarfsemi. Þetta er sjálfsagður hlutur. Ég hefi lýst því hér að framan, að Diakonistyrelsen liefir ýmsa sjóði undir höndum til sinnar starfsemi og gengst öðru hverju fyrir samskotum til þeirra þarfa, sem fyrir liggja í hverl sinn. Það er í öll- um löndum viðurkent, að kirkjan þarf meira fé en til þess þarf að launa prestana og halda nppi kirkjum með því, sem í þeim fer fram, guðsþjónustum og helgum athöfn- um. í Englandi (ensku kirkjunni) er á þessum málum það skipulag, að liver söfnuður greiðir ákveðna uppliæð í sjóð biskupsdæmis sins, og er gjaldið miðað við fólks-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.