Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 22
100 Jón Þorvarðsson: Mar/. margskonar hræringar í kirkjulífi Svía. Það var ljóst, að nýrra starfsgreina væri þörf og nýrra starfsaðferða að nokkuru. Sérstaklega var mönnum Ijóst, að nýrra átaka væri þörf að því er snerti krislilegt starf meðal æskunn- ar í landinu, barna og unglinga. Og það hefir verið liöfuð- verkefni nefndarinnar síðan að vinna fyrir það mál. Menn sáu, að ekki nægði aðeins þjónusta kirkjunnar i orði, heldur þurfti hún að vera á horði, þ. e.: mannúðar- og líknarstarfsemi þurfti kirkjan að taka upp í miklu víð- tækari mæli og á öðrum grundvelli en áður tíðkaðist. Kirkjan sem heild þurfti að nota sér hetur en áður hjálp- armeðul hóka, tímarita og blaða, og að kirkjan léti ekki afskiftalaust, hversu fyrir þessu væri séð á ýmsum stöð- um landsins. Vaknaður var áhugi fyrir hættum kirkju- söng og meiri list í kirkjumúsik, og ennfremur fyrir fegr- un kirkna og meiri og þjóðlegri list í kirkjugripum og kirkjuskrauti. Hér þurfti stofnun, sem leila mætti til hæði um ráð og framkvæmdir. En umfram alt þurfti áróður, sem skapað gæti nýtt líf og nýja vakningu og andæfl gæti óhollum öflum, sem farin voru að láta á sér bera. Það þurfti áhugamenn, sem ferðast gætu um landið, hald- ið fyrirlestra og prédikanir, gefið góð ráð og leiðbeint í safnaðarlífi og vakið áhuga fyrir hinu frjálsa kirkjulega starfi. Til þess að annast alt þetta varð Diakonistyrelsen til, til þess að liafa forgöngu um alt það nauðsynlega, sem ekki var ráð fyrir gert í hinu eldra skipulagi og reyndar aldrei verður afmarkað í ákveðnum starfsreglum. Það er svo ótal margt, sem til greina getur komið, þegar talað er um „frjálsa starfsemi til eflingar kristnilífi þjóðarinnar, mannúðar- og liknarstarfsemi.” Og hvað hefir svo verið gert? Ég tek það strax fram, að Diakonislyrelsen hefir all- marga starfsmenn í sinni þjónustu, sem liafa framkvæmd- ir þeirra mála með höndum, sem Dikonistyrelsen hefir með að sýsla. Dikonistyrelsen hefir gengist fyrir æsku- lýðsmálum, námskeiðum víðsvegar fyrir starfsmenn við

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.