Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 39
Kirkjuritið. Guðstrúin. 117 hefir verið nefnt tímarúm, og sanna stærðfræðilega, að geimurinn sé ekki óendanlegur. Þannig er gefin skýring á því, að rúm og tími séu ekki óendanleg, heldur stafi þessi skoðun af ófullkominni skynjun og skökku mati. En vér erum ekki að öllu bættari fyrir þessa skýringu, þvi að vér getum ekki gjört oss hugmynd um hið ferviða tímarúm, ekki setl oss það fyrir sjónir. Niðurstaðan af öllu þessu er athyglisverð. Hún er í stuttu máli sú, að þar sem ósamræmið virðist vera á milli náttúrunnar og skynj- unar vorrar og hugsunar, þá stafar það ekki af því, að náttúrulögmálin eða eðli heimsins sé sjálfu sér ósam- kvæmt eða fjarstæða að neinu leyti, heldur er orsökin i niannlegu eðli. Það eru takmörk og skortur á fullkomnun hjá sjálfum oss, í skynjun vorri og hugsun, sem er orsök- in. Afleiðingin af þessari niðurstöðu verður þó hvorki sú, að mennirnir gefist upp við viðfangsefni sín, né velji aðr- ar leiðir i framþróunarstarfi sínu en þá, sem farin hefir verið, því að hún er í samræmi við eðli mannsandans og aðrar ekki, heldur verða þeir að sætta sig við takmörk sín og starfa áfram samkvæmt eðli sínu og hæfileikum. Þegar vér snúum oss að spurningunni um eðli og upphaf Guðs, þá verðum vér að hta á það atriði frá sama sjónar- miði og vér litum á þá erfiðleika mannlegrar hugsunar, sem nú var lýst. Vér játum, að vér getum ekki hugsað eðli Guðs, eða hvernig hann hafi orðið til, en vér neitum því ekki þessvegna, að liann sé til. I þess stað finnum vér skýringuna hjá oss sjálfum, í eðli voru, sem erum sjálfir einn hluti heimsins, liðir í keðjunni. Það er ekki í sam- raemi við rétta hugsun og heilbrigða víðsýni að álykta, að ekkert sé til fullkomið og ótakmarkað á mannlegan mæli- kvarða, ekkert, sem mannsandinn fái ekki gripið. Þeir menn, sem ekki vilja fallast á guðstrúna, tala um, að alt sé orðið til af tilviljun Ef með þessu orði væri átl við atburði, sem ekki ættu sér orsök, þá væri slíkt fjar- stæða. Ef átt er við atburði, sem að vísu eru afleiðing af eðlilegum orsökum, en þar sem orsakasambandið verður

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.