Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 14
92 Jón Helgason: Marz, að. Eins hefir bókin náð mikilli útbreiðslu í Svíþjóð, Dan- mörku og Þýzkalandi og alstaðar verið lokið sama lofs- orðinu á hana. Af riti þessu má læra margt. Fyrst af öllu fræðir það mann um, bve mikið er beimtað af biskupi þar norður frá og live mikið hann verður á sig að leggja, vilji hann á annað borð gera skyldu sína- Og það dylst engum, að Berggrav biskup befir viljað það. Ég man vel, þegar bann var skipaður biskup þar nyrðra. Það var vitanlega í óþökk rétttrúaða fólksins í Noregi, að þessi „nýguðfræðingur“ skyldi fá slíkt embætti og eiga að vígjast til biskups. Og sumir munu jafnvel bafa alið þá von í brjósti, að Oslóar- biskup mundi blátt áfram neita að vígja bann (eins og hann gerði þegar Gleditscb sællar minningar skyldi vigjasl til biskups í Niðarósi), en þeim varð ekki að von sinni. Ýmsir þeirra á meðal bugguðu sig þó við það sem nokkura bót í máli, að hann vígðist til jafnafskekts liéraðs og Hálogaland er, langt „fyrir norðan alla siðmenningu“. Hinsvegar voru margir um land alt, sem töldu það illa farið, ef annar eins ábuga- og bæfileikamaður ætti „að grafast lifandi“ þar norður frá. Kirkja Noregs mætti blátt áfram ekki missa bann að sunnan. En „Hálogaland" sýnir þá lika bezt, bvað í þessum „nýguðfræðing“ bjó; enda bárust fljótt suður um land fregnir af þvi, hvernig Berggrav léti það að vera biskup. Og þegar höfubiskupsdæmi Noregs, Osló- arbiskupsdæmi, losnaði 1936, þá gerðist það, sem seint mun gleymast, að Hálogalandsbiskupinn var til biskups kjör- inn með meiri atkvæðatölu en nokknr biskup annar liefir náð við bisknpskosningu þar í landi. En þá bafði Berg- grav verið 8 ár í Hálogalandi. Hvernig bann rækti stöðu sína þar nyrðra getum vér lesið oss til af bókinni, og þá ekki síður bve vinsæll bann var af öllum lýð norður þar. Um ei’fiðleika starfsins gefnr bókin oss þann fróðleik, sem flestnm mnn bafa verið nýr þangað til þessi bók kom á prent. Oss Islendingum bættir til, eða gerði það að minsta kosti til skamms tíma, að lita svo á, að hið

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.