Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 27
Kirkjuritið. Frajiitiðarstörf kirkjuráðsins. 105 f jölda safnaðanna. Þetta fé innheimta söfnuðirnir ekki með jöfnuðu gjaldi, heldur með frjálsum framlögum safnaðar- manna og margskonar f járöflunaraðferðum, líkum þeim, sem hér tíðkast í ýmsum félögum. Og lítum okkur nær og athugum ýmsan félagsskap í þessu landi. Ég tek til dæmis Góðtemplararegluna. Stórstúka Islands hefir undir höndum fé til útbreiðslustarfsemi og annara þarfa, fé, sem bæði er fengið frá því opinbera og hverjum einasta félaga í regl- unni hér á landi. Hver stúka í landinu greiðir til Stórstúk- unnar gjald. sem nemur á ári kr. 2.60 af körlum og kr. 1.80 af konum og unglingum. Þetta er ekki lítill skattur. Stór- stúkan sér sér enda fært að hafa skrifstofu í Reykjavík, fastan starfsmann á launum, stórritara, og sendir reglu- boða út um landið og kostar þó ýmsar útbreiðsluaðferðir aðrar. Kirkjan þarf að eignast slíkan allsherjar sjóð iil sinnar útbreiðslustarfsemi og til frjalsrar starfsemi sinn- a>’ yfir höfuð. Okkur er ekki nóg að hafa það hefðbundna skipulag og þær starfsaðferðir, sem tíðkast liafa. Við þurf- um eins og aðrar þjóðir, með breyttum högum og háttum, ný starfsvið, nýjar starfsaðferðir. í sinn allsherjar sjóð á kirkjunni að safnast fé með: 1) Framlagi ríkisins. 2) Gjöfum einstakra manna, sbr. Frj'kbergska sjóðinn i Sviþjóð. Efnamenn ættu að atimga, að því fé er vel og viturlega ráðstafað, sem gefið er til eflingar kristnilífi landsmanna. 3) Fjársöfnun. Koma þar til greina ýmsar fjáröflunarað- íerðir auk þeirra, sem þegar eru reyndar fyrir barnaheim- ilissjóð. 4) Loks hefir mér komið til hugar sá möguleiki, að hver söfnuður greiði ákveðið gjald í þennan allsherjar sjóð og fari það eftir fólksf jölda safnaðanna. Um það, á hvern hátt sofnuðurnir innheimti þetta gjald, geta verið skiftar skoð- anir, og þarf að athugast vel. Hugsanlegt er t. d., að kirkju- Sjöld hæklcuðu sem þessu næmi. Menn atlnigi, að ef lág- ‘narksgjaldið, kr. 1,25, var hæfilegt gjald 1909 (þegar lögin

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.