Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 41
Kirkjuritið. Guðstrúin. 119 siðferðishugsjóna. Það er engin ástæða til þess að taka trúna út úr. Ef vanmáttartilfinningin hefir leitt af sér þá trú, að mannsandinn sé Guðs ættar og hafi sldlyrði til ó- endandlegrar fullkomnunar i sambandi við hann, þá hef- >r hún leitt af sér þá máttartilfinningu, að ekki verður önnur meiri fundin, og bent á takmark, að ekki getur ann- að hærra. Guðstrúin er í samræmi við mannlega liugsun og hún er í samræmi við eðli heimsins, sem á sér ekki tak- mörk. Mannsandinn losnar aldrei við síðustu spurning- una og liann mun halda áfram að svara henni, eins og liann liefir gjört, á þann eina hátt, sem honum er sam- hoðinn, og svar hans er: Áfram, hærra. Árni Árnason. REffiNINGSSKIL. 1 síðasta hefti Kirkjuritsins er til þess mælst, að ég geri reikn- ’ngsskil í sambandi við ásökun mína í Bjarma 1. des. f. á. í garð nýguðfræðinga. En í Kirkjuritinu er þessi ásökun ekki ná- kvæmlega eftir mér höfð, svo að villandi er; verður þvi að taka hana með hér í heilu iagi. Hún er á þessa leið: ..Ég hefi verið að velta því fyrir mér, hvernig á þvi geti staðið, að við íslendingar skulum vera svo miklir eftirbátar hinna Norðurlandaþjóðanna á öllum sviðum kristilegs sjálf- boðastarfs. Nú má færa sonnur á það, enda liggur það í augum uPpi, að ekki sé þar þjóðkirkjuskipulaginu, né fátækt, né vöntun á fórnfýsi um að kenna. Ég fæ ekki með mínum bezta vilja annað skilið, en að nýguð- frœðin eigi algjörlega sök á því. Nýguðfræðingar koma yfirleitt hvergi nærri hinu mikla kristi- 'ega sjálfboðastarfi nágrannaþjóðanna. Nýguðfræðingar hafa engu kristilegu sjálfboðastarfi hrundið af stað hér á íslandi. á meðan miklar trúarvakningar hafa gengið yfir kirkju ná- grannalandanna, og fætt af sér stórkostlegt heima og ytra trú- hoðsstarf, hefir nýguðfræðin (og i hennar kjölfar sigldi spirit- ismi og guðspeki), verið öllu ráðandi í íslenzku þjóðkirkjunni. Og sjáum við nú afleiðingar þess.“ Þetta hefi ég skrifað. Og þessari þungu ásökun feykir ritstjóri Kirkjuritsins á burtu, á ekta blaðamanna vísu, með smáathuga- semd, sem í þessu sambandi skiftir engu máli. Hvernig fær það staðist, að það sé i þessu máli „aðalatriðið“, oýguðfræðingurinn Trgggvi Þórhallsson hafi með sínum eld- rnóði vakið áhuga minn fyrir kristniboði?

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.