Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 19
Kirkjuritið. Berggrav biskup og „Hálogaland.“ 97 Eitt hið liugnæmasta í allri bókinni er kaflinn um „Börn- in á Hálogalandi“, þar sem biskupinn skýrir frá viðtali sínu við börn á ferðum sínum. Hér skal ekki tilfært néitt ur þessum kafla. Menn verða að lesa bana sjálfir, og á því er engin bætta, að nokkur, sem byrjar á honum, bætli lestri fyr en bann er allur lesinn. Loks er i mesta máta uppbyggilegt að lesa síðasta kafla bókarinnar með yfirskriftinni: „Leifturmyndir frá lang- ferðum biskups“. Þar er l'rá mörgu sagt, sem áreiðanlega a erindi einnig til íslenzks safnaðarfólks. Þar er meðal annars minst á útvarpið, sem margir, ekki sízt Háleygir, blessa, en aðrir bafa horn i síðu þess, eins og gengur. — A. einum stað, Vardö, hefir biskupinn þetta eftir sóknar- nefndinni: „Þegar gengið er um göturnar fyrri liluta sunnudags og gluggarnir standa opnir, þá má heyra sálma- sóng úr gjallarliornum um allan bæinn. Margir, sem fara uldrei í kirkju, hlusta altaf á guðsþjónustur i útvarpi." Sjálfur segir höfundurinn um þetta mál: „Ég er þá ekki beldur hræddur um það, að útvarpið fæli fólkið frá kirkj- nnni, nema undir sérstökum kringumstæðum. Öllu lieldur befir það aukið kirkjusóknina, af því að fólkið langar til a‘ð vera á staðnum sjálfum, þar sem það fer fram, er það aðeins hlustar á heima. Við útvarpið hefir armur kirkj- Linnar lengst og breytt öðru bverju heimili í húskapellu.“ Það er margt, margt enn ósagt um þessa bók, en rúmið leyfir mér ekki lengra mál um hana. Ég vildi innilega óska þess, að hún kæmist inn á sem flest heimili þessa •ands. Ég tel mér óliætt að segja, að hún er tilvalinn skemtilestur. Það var því vel tilfundið af Prestafélagi landsins að gefa bókina út. Og þýðendurnir hafa að minni hyggju unnið gott verk og þarft með því að snara bókinni a íslenzku og gera það jafn-vel og þeir hafa gert. Því að þýðingin er með ágætum af hendi leyst, myndirnar allar Pryðilegar og frágangur allur af prentsmiðjunnar hendi binn bezti. J. H

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.