Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.03.1940, Blaðsíða 38
116 Árni Árnason: Marz. En hver er orsök rafmagnsins? Hvernig er það til orðið? Hver verður afleiðingin af því, að menn geta ekki svar- að þessmn spurningum? Munu menn neita gildi rafmagns- ins eða jafnvel því, að það sé til? Þessu er óþarfi að svara. Það eru einnig þrjú höfuðatriði i lífinu og heiminum, sem vér getum ekki liugsað uppliaf né endi á, en það eru tími, rúm og orsakasambandið. Vér getum ekki hugsað oss tímann öðru vísi en eilífan, þvi að hversu langt sem vér hugsum aftur i tímann, þá komumst vér aldrei að upp- hafinu, og á sama hátt heldur tíminn áfram að líða, ó- endanlega, fyrir hugsun vorri. Vér getum ekki heldur hugsað oss takmörk rúmsins, geimsins, því að hversu f jarlæg sem þau takmörk væru hugsuð, þá verður að liugsa eitthvað, sem taki við þar fyrir utan. í þriðja lagi getum vér ekki hugsað oss orsakasamhandið endanlegt. Vér spyrjum ávalt að orsök hvers eins, og þegar hún er fundin, þá er aftur spurt um orsök þeirrar orsakar, og svo koll af kolli. Þessi orsakaleit er annar aðalþátturinn í allri vís- indastarfsemi og liefir leitt til mikillar þekkingar. Hver verður svo afleiðingin af því, að vér getum ekki liugsað upphaf né endi á tíma, rúmi og orsakasambandinu? Hún verður ekki sú, að vér liættum að álíta að tími og rúm sé til, hættum að telja tímann og reikna fjarlægðir, og ekki heldur sú, að vér hættum að leita að orsökum og álítum orsakalögmálið i engu gildi. Nei, afleiðingin liefir orðið sú, að farið var að rannsaka þessi efni nánar og reyna að finna skýringu á þeim. Skýringar liafa líka fengist að sumu leyti, þótt fæstir geti áttað sig á þeim né liafi þeirra not. Til dæmis hefir Einstein, liinn heimsfrægi vísinda- maður, komið fram með vísindalega skýringu á því, að geimurinn sé ekki óendanlegur, þótt oss virðist svo. En oss virðist hann óendanlegur vegna þess, að rúmskynjun vor er ófullkomin. Vér skynjum aðeins þrjár víðáttur, sem má nefna lengd, hreidd og liæð (dýpt). En samkvæmt kenn- ingu lians má telja tímann fjórðu víðáttuna, það má reikna þessa víðáttu út, það má reikna út liið fervíða rúm, sem

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.