Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 21
Kirkjuritið. Séra Bjarni Þórarinsson. Mér er Ijúft að verða við tilmælum ritstjóra Kirkju- ritsins, að minnast i þvi með nokkurum orðum séra Bjarna Þórarinssonar. Þó að við værum lengst- um sinn á hvoru lands- horni eða sinn i hvorri álfu, þá var með okkur æfilöng vinátta, sem eg geymi margar góðar end- urminningar um. Fyrsta húsið í Reykjavík, sem ég kom inn í árið 1877 er ég fór i Latínuskólann, var hjá Ingunni í Melshúsum, móður hans. Stóð svo á því, að ég var með séra Guðmundi Helgasyni, sem hafði kent mér undir skóla og tekið að sér að leið- °eina mér og fór fyrst með mig þangað. Þar var Bjarni sonur hennar fyrir, fyrsti tilvonandi skólahróðirinn, sem eg hitti, fríður og fjörugur, og tók mér tveim höndum. Bar samvera okkar síðan jafnan merki þeirrar fyrstu við- kynihngar, og er við skildum að loknu skólanámi, skrif- uðumst við á um skeið. Eftir þessi minningarorð, sem minningarnar vöktu upp 1 huga mínum, kem ég að efninu. Séra Bjarni var fæddur 1. apríl 1853 að Syðra-Lang- holti í Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Foreldrar hans Séra Bjarni Þórarinsson

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.