Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 42
160 Nýtt hirðisbréf. April. Fyrsti höfuðkafli bréfsins er um leiðarljósið, Heilaga Ritningu. í honum gjörir biskupinn mjög hreinskilningslega og einarðlega grein fyrir trúarskoðunum sínuni. Biblían er honum hin mikla opinberun um Guð, og þó engan veginn jafn háleit öll eða full- komin, heldur metur hann gildi rita hennar eftir því, að hve miklu leyti þau „halda Kristi fram", eins og Lúter komst að orði. Dýrð- armynd Krists, sonar hins lifanda Guðs, er það, sem alt á að mi5a við. Hver geisli Ritningarinnar, sem bendir til hans, er heilagur. Með lífi sínu og starfi, dauða og upprisu, er Jesús bæði fyrirmynd- in og frelsarinn, sem leiðir menn að föðurhjarta Guðs. En þangað á ekki að mrka neitt einstigi trúarlærdómanna. Þeir, sem eiga Jesú að leiðtoga og frelsara, eru í raun og veru eitt. Þeir sem gjöra vilja Guðs eru bræður hans og systur. f öðrum köflum bréfs síns ritar biskupinn aðallega um kristindóm í verki og kemur með ýmsar leiðbeiningar um prestlegt starf. Heita kaflarnir: Starf prestsins í kirkju. Bæn. Helgiathafnir. Starf prests- ins utan kirkju. Kristilegt starf meðal æskulýðsins. Kirkjur og kirkjugarðar. Ef til vill kann sumum að þykja óþarfi að skrifa ýtarlega um þesskonar efni í hirðisbréfi. En í raun og veru liggur það mjög beint við, og er ekki vafi á því, að margir prestar, ekki sízt hinir yngri, muni kunna biskupi sérsatklega þakkir fyrir það. Prestsstarf hans í rúm 20 ár í stórum söfnuði við ágætan orðstír hefir aflað honum þeirrar reynslu og þekkingar, að hann getur gefið öðrum mörg og góð heilræði og gjörir það á bróðurlegan hátt. Heitasta áhugamál hans virðist vera kristilegt starf meðal æskulýðsins, því að honum er það ljóst, að börn fslands í dag eru íslenzka þjóðin á morgun. Niðurlagskafli bréfsins er um kirkjuleg áhrif á þjóðlífið. Nefnir biskup þar ýms mál, sem framundan séu, og hvetur til einingar og samtaka. En æðsta verkefnið er: „Að treysta kirkju Krists í hjörtum íslendinga allra". Bréfið er fallegt og ástúðlegt, og mun prestum þykja vænt um þessa hlýju kveðju. Á. .G. Kirkjuritið kemur út 10 sinnum á ári — alla mánuði ársins nema ágúst og septembermánuð — um 26 arkir alls og kostar kr. 5.00 árgangurinn. Gjalddagi 1. apríl — og 1. okt., ef menn kjósa held- ur að borga í tvennu lagi. Afgreiðslu og innheimtu annast séra P. Helgi Hjálmarsson, Hringbraut 144, simi 4776, Reykjavik.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.