Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 27
Kirkjuritið. Niels Dael og Lísulundur. 145 stofurnaiysem okkur lízt einkar vel á. Það leynir sér ekki, að hann er mikill Islandsvinur og veil ótrúlega mikið um ísland af manni, sem aldrei hefir þangað komið. Hann minnist komu fslandshiskups, dr. Jóns Helgasonar, og íyrirlestrahalds hans á Lísuhmdi fyrir nokkurum- árum með miklu þákklæti. Hann telur sér mikla gleði að því að sjá Islendinga á skólanum: Hér eru Danir, Norðinenn og Svíar, en mig vanlar Finna og Islendinga. Skóli minn er oþinn öllum, en einkum Norðurlandahúum. IV. Aður en ég lýsi skólanum og dvöl minni þar, vil ég minnast æfiatriða þessa merka manns í nokkurum drátt- inn. Niels Dael er fæddur á sveitahæ einum, Suður-Dal á Vendilskaga, nyrzt á Jótlandi, 16. júní 1857. Er þaðan goð útsýn til Skagerak, en til hafsins beindi sveinninn oft aiigum sinuni í æsku. Á Vendilskaga hefir jafnan búið kjarnafólk, og það leynir sér ekki, að Niels Dael er dálítið upp með scr af því að vera Vendilbúi. Ég minnist þess, að einu sinni lieyrði ég hann spyrja fermingarbörn sín. Við það tækifæri fór hann að segja þeim frá stríðinu 1846, pegar Prússar og Austurrikismenn tóku Suður-Jótland frá Dönum. Ég man, með hvílikri hrifningu hann sagði frá Pví, að tvær herdeildir danska hersins hefðu verið valdar hl að verja meginlierinn á flóttanum. Þær voru skotspænh °vinaliðsins, „dauðahersveitirnar", og önnur var frá "endilskaga. Með tárin í augunum sagði hann börnunum frá þvi, að Vendilbúar hefðu verið valdir til að vera hlífð- arskjöldur danska hersins á flóttanum. Meiri hluti sveitar- 'nnar féll, en hún tafði Prússa og Austurríkismenn í 2—3 'iJukkustundir, meðan meginherinn danski komst undan. Niels Dael var á sjöunda árinu, þegar Danir mistu Suð- ^r-Jótland, og fyrstu endurminningar hans eru frá þeim drum. Hann man eftir því, er prússneskir og austurriskir herir komu alla leið norður á Vendilskaga. Þeir vildu fá

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.