Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 33
Kirkjuritið. Sigurjón Guðjónsson: 151 marga vini meðal háttsettra kirkjunnar manna, þótt frí- safnaðarprestur væri. Ég átti þess kost að vera þrisvar sinnum í kirkju hjá Niels Dael, og eru guðsþjónustur hans mér mjög minnis- stæðar. Það sem einkendi þær var einkum það, hve léttur og óþvingaður blær var yfir þeim, og eru þær um margt ólíkar þjóðkirkjuguðsþjónustunum. Það leyndi sér ekki, þegar Niels Dael steig i slólinn, hve honum var það eðli- legt að prédika og hve vel hann kunni við sig í stólnum. Enda sagði liann svo sjálfur frá, að það væri sitt mesta vndi í lífinu að halda ræður. Undir ræðum hans getur maður grátið og hlegið á vixl. Þær ólga af lífi, eða maðurinn, sem flytur þær. Lífsham- ingjan endurspeglast í svip þessa æruverða öldungs, sem yngist um mörg ár um leið og hann er stiginn í stólinn. Ég hefi aldrei hlustað á prédikara, sem hefir haft öllu meira lagi á því að ná til fólksins en'hann. Það gerir persónuleiki hans og flutningur orðsins meira en ræðau sjalf. Enda fer svo, þegar ræður Niels Dael eru lesnar, að þá eru þær vart hafnar yfir meðallag. - - Þrjú smá- prédikanasöfn hefir hann gefið út. En því má sízt gleyma, að hann er meira en prédikar- um, þegar hann er kominn i kirkju. Það er talið, að altaris- Pjónustugerð fari engum presti í Danmörku eins vel úr hendi og honum. Hefi ég engan jafningja hans séð á þessu sviði, og hjá engum presti notið blessunar altaris- sakramentisins í eins ríkum mæli og honum. Við flestar guðsþjóimstur Niels Dael fara fram altaris- göngur, sem næstum því allur söfnuðurinn tekur þátt í. Hafa kunnir menn komið langt að til Höve og Havrebjerg 'W að sjá Niels Dael taka fólk til atlaris. Og frægir mál- arar, eins og t. d. Joachim Skovgaard, er var vinur Dael, hefir málað frægt málverk af altarisgöngu i Havrebjerg. Sá, sem þekkir Niels Dael, undrar sig ekki á því, þó að hann leggi mikla rækt við altarisgönguna, svo samstill- andi kraftur sem hann er og svo lifandi veruleiki sem

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.