Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 35
Kirkjuriti'ð. Niels Dael og Lísulundur. 153 hafði komið fram með hugmyndina um þjóðlegan, dansk- an prestaskóla. - Danskir prestar, prestaefni og söfnuðir urðu að fó samkomustað, þar sem væri miðstöð kristi- legs lífs lærðra og leikra, og hann átti ekki að vera i Ivaup- mannahöfn, nýjan skóla - „skóla, sem enginn skóli var,“ eins og Niels Dael orðaði það sjálfur. Hann var sjálf- ur i mesta vanda að velja honum nafn, en þó fanst honum safnaðarskóli komast næst hinu sanna. Margir vinir Dael, einkum i hópi presta og lýðháskólamanua, hvöttu hann til að koma liugsjón sinni i framkvæmd, og hétu að leggja honum lið í ráðum og dáð. En þá var að velja skólanum stað, og það var engan veg- inn vandalaust. Um þessar mundir leigðu þau Eivind Mörcli húsameistari og kona hans Gudrun, dóttir Ernst Trier, hins fræga lýðháskólafrömuðs á Vallekilde, Liselund við Antvorskov sunnan við Slagelse. Liselund var herragarður i gömlum stíl, er aðalsmaður einn hafði bygt um alda- mótin 1800 og kent við eina af dætrum sínum, og lcallað Liselund (Lísulund). Staðurinn er fallegur og umhverfis hann er yndislegur trjágarður og sögulegar minjar frá dögum Antvorskovklausturs. Þau Eivind Mörch og kona hans voru góðir vinir Niels Dael, og fór hann eitt sinn sem oftar að heimsækja þau. — Þegar hann var staddur á Lísulundi, greip liann sú hugsun á augabragði, að hér væri skólastaðurinn. Og þegar það fréttist, að herragarð- urinn væri til sölu, varð Dael allshugar feginn. Niels Dael brá við í skyndi til ekkjunnar, er átti Lísu- lund. Hún sagði honum frá þvi, að hún hefði þegar fengið tvö ágæt tilboð. En er Niels Dael hafði flutt erindi sitt og sagt henni alt af ljetta, hvað fyrir lionum vekti með að vilja kaupa Lísulund, seldi hún honum herragarðinn fyrir mun lægra verð en hin eldri tilboð námu, því að bún var vel kristin kona og leizt vel á hugmynd Dael. Þetta gerðist snemma árs 1908. 1 júnimánuði það sama ár boðaði Dael nokkura vini sína á fund á Lísulundi, sem nú var í eign hans. Við fund-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.