Kirkjuritið - 01.10.1943, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.10.1943, Blaðsíða 7
KirkjuritiS Prestastefnan 1943. 269 eins ægilegar og úti á vígvöllunum. Heimsstyrjöldin hefur víðtæk og róttæk áhrif á allt hugsanalíf kynslóð- arinnar. Hjá því kemst engin þjóð. Hinar minnstu þjóð- ir eru í þeim skilningi seldar undir sönni örlög og stór- þjóðirnar. Frá örófi alda hefir jarðneski heimurinn aldrei verið eins mikill breytingaheimur, eins og í dag. Nýir siðir, nýr ytri búningur, nýjar hugsanir, ný tæki og tækni, nýjar stefnur í listum, vísindum og nýjar stór- feldar uppgötvanir i læknisfræði og sálarfræði og nýr skilningur á lífinu, sem maðurinn á jörðu er að lifa. í dag ganga söfnuðirnir inn i kirkjur yðar með allt aðrar hugsanir um mannlífið en fyrir 50 árum síðan. Hinir ytri atburðir og reynsla hafa sí og æ áhrif á hinn innra mann og breyta og móta huga hans bæði sjálfrátt og ósjálfrátt. — Jesús Kristur kom fram meðal mann- anna fjrrir 19 öldum. Hann gekk um kring og kenndi. Vér sáum dýrð hans. Vér eigum mynd hans, orð hans, boðskap hans. Ekkert cif þessu hefir breytzt. Og þrátt fyrir breytingar og framför befir enginn skuggi fallið á þessa mynd. Hún er jafn skýr, heilög og hrein og' nokkru sinni fyrr. Nútímamaðurinn sér enga dýrðlegri sjón, ef hann á kyrðarstund hugsar og beinir sjón sinni að hinu innra andlega lífi — en mynd hans. Styrjöldin veldur mörgum djúpum sárum. Miljónir titra í sorg og kvíða. Aldrei fleiri tár. Það er enginn læknir til og engin hönd, sem bindur um sárin, sem jafnast á við Jesú Krist. Hann einn og von- irnar, sem hann gaf út yfir g'röf og dauða, boðskapur hans um ástríki Guðs, réttlæti hans og miskunnsemi. Hann einn getur stillt tár og bundið um sár heimsins á vorum dögum. Þessvegna beinast nú sem áður vonirnar allar til hans. íslenzk prestastétt! — Ég bendi þér umfram allt á hann. Hann er máttur vor og styrkur. Vandamálin og verkefnin leysast hvergi annarsstaðár en við fætur hans. Sambandið, samfélagið við hann er oss fyrir öllu. Látum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.