Kirkjuritið - 01.10.1943, Síða 23

Kirkjuritið - 01.10.1943, Síða 23
Kirkjuritið Prestastefnan 1943. 285 prestssetri verði komið upp fyrir minna en ca 40 þúsund kr.“ Samhljóða bréf, eða því sem næst, var svo sent fjárveitinga- nefnd Aiþingis, um hendur dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. En því miður er ekki á fjárlögum nema kr. 60000.00 til liúsabóta á prestssetrum og kr. 48000.00 til endurbóta á gömlum íbúðar- húsum á prestssetrum og sjá allir, að þessar upphæðir hrökkva skammt, eins og nú hagar til um verðlag á efni og vinnu. Hér þarf því enn nýja sókn, þvi svo er nú komið, að enginn kostur er að fá presta í allmörg af þessum prestaköllum, sem talin voru, nema hægt sé að benda prestunum á ibúðarhæf húsakynni. Eins og ég gat um á síðustu prestastefnu, var á vetrarþinginu 1942 samþykkt breyting á lögum nr. 54, 27. júni 1921 um sölu á prestsmötu, þess efnis, að andvirði prestsmötu, sem þegar er seld, eða seld verður, renni til kirkna þess prestakalls, sem naut hennar áður, og skiptist milli þeirra. Hefir nú snemma á þessu ári verið lokið við að reikna út andvirði hinna seldu prestmata í skrifstofu minni, en ráðuneytið mun væntanlega bráðum greiða andvirði þeirra og mun því skipt mitli viðkomandi kirkna og lagt inn á reikning þeirra við hinn alm. kirkjusjóð íslands. Eins og synódusprestuin öllum er kunnugt, var allmikil bót ráðin á launakjörum prestastéttarinnar á síðasliðnu ári, þar sem full verðlagsuppbót er greidd á kr. 650.00 á mánuði án tillits til hinna lágu grunnlauna. Var þá i kirkjumálaráðherrasæti maður úr okkar hópi, sem átti vilja og dug til að hrinda þvi i fram- kvæmd. Því miður breyttist þetta fyrirkomulag á siðasta þingi þannig, að verðlagsuppbætur verða greiddar af hinum réttu grunnlaunaupphæðum, en síðan bætt við kr. 2000.00, sem eru án verðlagsuppbótar. Samkvæmt þessu verða laun sóknarpresta landsins árið 1943 miðuð við kr. 500.00 í embættiskostnað, sem hér segir: Laun og embættiskostnaður ...................... kr. 4000.00 Kaupbót -f- 30% af kr. 2400.00 .......... kr. 720 25% af 1600 ............................. — 400 — 1120.00 + Launabót ..................................... — 2000.00 Verðlagsuppbót miðuð við visitölu 250 verður .... — 7680.00 Samtals kr. 14780.00 Samanborið við aðrar stéttir í landinu og samanborið við verðlagið, er það fullkomið sanngirnismál, að greiddar verði verð- lagsuppbætur á þær tvö þúsund krónur, sem stéttin hlýtur að skoða sem hækkun á hinum lágu grunnlaunum. Hefi ég og for-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.